Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Binni GTA on July 21, 2004, 09:43:52
-
Sælir félagar,hver er tollurinn af 77" árg af bíl með 6.6 litra vél?
Er hann ekki á einhverjum fornbílataxta ?
-
45% enginn fornbílataxti fyrr en bíllinn er orðin 40 ára
-
nú....hélt að það væri 25 ára og eldri ?
45%...djöfulsins geðveiki :(
-
Það er ágætt að nota www.shopusa.is til að reikna þetta gróflega,velur bara bíll með vél stærri en 2.5l minnir mig og þá færðu ríflega metinn kostnað með öllu.
-
En hvernig myndu bílar toll leggjast ef maður flytur þá inn vélarlausa?
-
En hvernig myndu bílar toll leggjast ef maður flytur þá inn vélarlausa?
........ eftir því hvaða vél hann var framleiddur með.
kv
Björgvin
-
Þetta er nú ljóta ruglið á þessu kerfi.
Hvernig er það þegar menn eru að flytja inn röragrindarbíla og þannig lagað sem ekki fer á númer?
-
Þetta er nú ljóta ruglið á þessu kerfi.
Hvernig er það þegar menn eru að flytja inn röragrindarbíla og þannig lagað sem ekki fer á númer?
Þá ert þú væntanlega að flytja inn keppnistæki og borgar bara vsk. en ekki vörugjöld?
kv
Björgvin
-
Það er ágætt að nota www.shopusa.is til að reikna þetta gróflega,velur bara bíll með vél stærri en 2.5l minnir mig og þá færðu ríflega metinn kostnað með öllu.
Þetta er alls ekki flókið reiknis dæmi ,
Bara kaupverð + flutnings kostnaður sinnum 1,45 sinnum 1,245
og ef bíllinn hefur vél sem er minni en 2,0 minnir mig þá reiknar þú bara 1,35 í staðinn fyrir 1,45