Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: jkh on July 07, 2004, 13:53:17
-
Þarna eru þeir tveir þekktar akstursíþróttahetjur, Þórður Tómasson
og crew cheif, Valur Vífilsson að fara með fyrsta top alcahol dragster
á Islandi upp á braut að prófa :o
-
Og hvernig trakkar hann svo í rigningunni?
Það er kannski ráð að fara að þróa dragstera sem að virka í rigningu, kæmi vel út hér á landi.
-
Ekki slæmt.
Þetta virkar einsog að vera í 800 m "börnát" polli. Hundfínt.
-
Ansi finnst mér nú súrt að sjá svona fallega rauðhærðann mann við hlið maskínu sem á stendur "HEMI HUNTER". Það er greinilega fokið í flest skjól. :D
Var það ekki "Mopar or no car" ?
Kveðja.
Þórir
-
Þórir.
Þú ert að misskilja þetta.
Þessi aftermarket græja telur það verðugann keppinaut að "eltast" við hemi tæki ( þú tekur eftir að þetta er HUNTER sem merkir að hann er 'A EFTIR .þ.e. "hunting it") Og HEMI er náttúrlega það sem þeir telja að sé það eina sem er á undan.
Önnur lægri "lífsform" eru ekki talin með. (eitthvað með "oval" eða slaufur. o.sv.frv.)
Ergo. Þetta Merlinmotoraða fittingstæki er svona merkt því Hemi er eini verðugi leikfélaginn.
-
Ég skil þig. En sökum þess að maður er nú ungur að árum og kannski ekki of vel gefinn, eins og starfsvettvangurinn gefur til kynna, verð ég að heimfæra þetta yfir á teiknimyndirnar.
Þetta myndi þá vera Coyote og Road Runner? Hann náði Road Runner aldrei, var það?