Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: stigurh on June 21, 2004, 08:25:51

Title: Kynningarefni um hvernig á að spyrna á kvartmílubraut
Post by: stigurh on June 21, 2004, 08:25:51
KK þarf hjálp (ekkert nýtt þar!) við gerð blaðlings sem við gætum látið þáttakendur á föstudagsæfingum hafa um hvernig á að spyrna á kvartmílubraut og bera sig að í pittinum. Almennar reglur og svolítið ýtarefni.
stigurh 8926764
Title: Hæ.
Post by: eva racing on June 21, 2004, 17:45:15
Annað hæ.

  'Eg á til í fórum mínum eitthvert svona væl á leiðbeiningablaði um ljósin, keppni , og hvernig og hversvegna æfingar eru og hvernig er gott að bera sig að.
    Þetta er í 3 hlutum og ég var nú að bíða eftir að klárað væri að setja upp ljósin, þ.e. ganga frá pittprentara þannig að menn fái sína strimla með þeim hagnýtu upplýsingum sem eru þar. (á strimlinum) (vantar kannski enn pappír í prentarann.?)

  Ef einhver áhugi er fyrir get ég prentað þetta út til dreifinga fyrir t.d. æfendur.
Title: Pittprentarinn
Post by: Vefstjóri KK on June 21, 2004, 18:27:11
Ég var búin að taka það að mér .Svona er þetta bara , kemst ekki yfir þetta allt. Kynningarefnið kemur sér örugglega vel, ég fer í prentaramálið sem fyrst.
stigurh
Title: fullar könnur
Post by: eva racing on June 21, 2004, 18:40:34
Sæll.

  Ekki efast ég um að þú ert með allar þínar könnur fullar.   Og ermar ef útí það er farið.   En það væri ábyggilega vel þegið að fá pittprentarann í lag svo menn geti æft sig á fullu. Og testað og tjúnnað, að sjálfsögðu.

  (þú gætir líka komið þessu á einhvern annann, sem er ekki með allar könnur fullar uppað öxlum)
Title: Re: Kynningarefni um hvernig á að spyrna á kvartmílubraut
Post by: Rampant on June 21, 2004, 22:10:51
Quote from: "stigurh"
KK þarf hjálp (ekkert nýtt þar!) við gerð blaðlings sem við gætum látið þáttakendur á föstudagsæfingum hafa um hvernig á að spyrna á kvartmílubraut og bera sig að í pittinum. Almennar reglur og svolítið ýtarefni.
stigurh 8926764


Hér eru slóðir fyrir svipaðar upplýsingar fyrir kvartmílubrautina sem ég nota. Ég vona að þetta gefi þér einhverjar hugmyndir.

http://www.newenglanddragway.com/trackinfo/handbook/index.shtml


Hér er slóð með reglum fyrir "Street Nights" (Það sama og Föstudags æfingarnar sem þið hafið.)

http://www.newenglanddragway.com/trackinfo/handbook/streetprogram.shtml

Hér eru kanski bestu uplýsingarnar fyrir þig. "Drag Racing Basics"
http://www.newenglanddragway.com/trackinfo/handbook/drag_racing_basics.shtml


Vona að þetta hjálpi.
Title: Kynningarefni um hvernig á að spyrna á kvartmílubraut
Post by: Racer on July 05, 2005, 11:47:44
rakst á þetta við leit að öðru og ákvað að þetta er enn fræðandi fyrir suma :D