Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: stigurh on June 19, 2004, 18:16:29

Title: Eigum við að færa keppnishaldið yfir á sunnudag?
Post by: stigurh on June 19, 2004, 18:16:29
Undanfarið hafa margir komið að máli við mig og spurt mig um þetta mál. Sjálfur er ég oft að vinna á laugardögum og finnst ég loks vera með sanngjarnt kaup. Margir eru í sömu sporum og hreinlega hafa ekki efni á að neita vinnu á laugardögum. Það á við áhorfendur og keppendur.  Því er spurt " af hverju eru ekki sunnudagar keppnisdagar? Tja ,það eru nokkrar góðar en eru þær gildar? Koma fleiri áhorfendur og keppendur ef við færðum keppnishaldið yfir á sunnudag?
Eða hvað?  Það kom ekki til tals, var það nokkuð, að halda keppnir á sunnudegi? Hvað finnst þér félagi? Hefur þú skoðun á málinu? Ég er að sjálfsögðu hlutdrægur í málinu. Ég held samt að það sé betra fyrir klúbbinn ef keppnishaldið færist yfir á sunnudag. Hvað heldur þú?
virðing stigurh
Title: sunnud,laugard
Post by: maggifinn on June 19, 2004, 18:25:18
Ég held að það sé í fínu lagi núna þarsem keppnum er bara aflýst ef ekki er veður.
 Áður var reynt að halda keppni á sunnudegi ef veður brást á laugardegi.

Þetta gefur mönnum einnig "frítíma" til  til að gera draslið sitt klárt á laugardegi, bæði keppendum og mótshöldurum.
Title: Eigum við að færa keppnishaldið yfir á sunnudag?
Post by: baldur on June 19, 2004, 19:49:15
Það er líka mjög sniðugt að menn geti haft laugardaginn til þess að gera klárt fyrir keppni.
Title: Re: Eigum við að færa keppnishaldið yfir á sunnudag?
Post by: Ice555 on June 21, 2004, 00:23:07
Quote from: "stigurh"
Undanfarið hafa margir komið að máli við mig og spurt mig um þetta mál. Sjálfur er ég oft að vinna á laugardögum og finnst ég loks vera með sanngjarnt kaup. Margir eru í sömu sporum og hreinlega hafa ekki efni á að neita vinnu á laugardögum. Það á við áhorfendur og keppendur.  Því er spurt " af hverju eru ekki sunnudagar keppnisdagar? Tja ,það eru nokkrar góðar en eru þær gildar? Koma fleiri áhorfendur og keppendur ef við færðum keppnishaldið yfir á sunnudag?
Eða hvað?  Það kom ekki til tals, var það nokkuð, að halda keppnir á sunnudegi? Hvað finnst þér félagi? Hefur þú skoðun á málinu? Ég er að sjálfsögðu hlutdrægur í málinu. Ég held samt að það sé betra fyrir klúbbinn ef keppnishaldið færist yfir á sunnudag. Hvað heldur þú?
virðing stigurh


Það má auðvitað skoðast fyrir næsta keppnistímabil.  Það er búið að gefa út keppnisdagatal fyrir þetta keppnistímabil og því á ekki að breyta á miðju tímabilinu.  Í samræmi við keppnisdagatalið hef ég skipulagt önnur verkefni og bundið mig eða lofað á sunnudögum og þeim helgum sem ekki er kvartmíla.
Þessu til viðbótar má benda á að sunnudagar henta illa til keppni fyrir þá sem þurfa langa leið til og frá keppnisstað.  Það væri komið nokkuð fram á nótt þegar heim væri komið og vinna daginn eftir.  

Halldór Jónsson
Team 555
Title: breyta tíma
Post by: Harry þór on June 21, 2004, 21:43:13
Sælir félagar, ég kom með þá hugmynd að keppa á laugardegi og mæta kl 14- 15 og keppa kl 16 og keyra keppni áfram með látum.
Mér sýnist að við þurfum að breyta þessu með frestunar málin,við verðum að eiga sunnudaginn til góða.
Það gæti líka verið gaman að hafa kvöldkeppni,mæta, grilla og spyrna og smá bjór,hugmynd fyrir næsta ár.

Harry þór