Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: kiddi63 on June 06, 2004, 13:46:09
-
Jæja, þá er þessi kominn á rúntinn í Keflavík bilabænum,
hvar annarstaðar.
Ég fer á flakk með myndavélina á eftir og reyni þá að negla
betri myndir af honum og henda þeim hérna inn, ef til hans sést.
-
mætti þessum bíl á Hafnargötunni sl. föstudag, virkilega fallegur! 8)
-
já enda ekki við öðru að búast, þetta er handverk Magga Magg sem átti t.d. Chevyinn með lækkaða toppinn, 54 held ég, sem hann tók í gegn frá a-ö.
-
Myndir.
-
Önnur
-
þetta er ekki mín sterkasta hlið í bílum, en hvaða árgerð er þetta???
Mér finnst hann eitthvað svo Breskur að aftan, svona óamerískur rass :shock: :?
-
Þetta er breskur Ford man ekki hvað hann heitir meira eða hvaða árg. en hann er lækkaður, breikkaður og eg held lengdur líka :roll:
350 chevy undir húddinu og eithvað fleira góðgæti.
Snildar smíði og stórglæsilegur bíll.
-
HANN ER JÚ BRESKUR OG HEITIR POPULAR. Mig minnir að hann sé 1953. Það er búið að breikka hann um sirka 20 cm, lækka toppinn, lengja fyrir aftan hurð, lengja húddið og breikka brettin, einnig er búið að setja á hann þak en þessir bílar komu með tuskutoppi.
-
HANN ER JÚ BRESKUR OG HEITIR POPULAR. Mig minnir að hann sé 1953. Það er búið að breikka hann um sirka 20 cm, lækka toppinn, lengja fyrir aftan hurð, lengja húddið og breikka brettin, einnig er búið að setja á hann þak en þessir bílar komu með tuskutoppi.
Mig minnir að maggi hafi sagt 1934 Ford Popular, en gæti verið vitlaust hjá mér