Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: ymirmir on June 01, 2004, 01:34:00

Title: Koma Svo jájá
Post by: ymirmir on June 01, 2004, 01:34:00
Hérna kannist þið við þennan hér að neðan og eigiði einhverjar myndir af þessum bíl?    Og svona í leiðinni ef einhver veit um góðan bíl frá 77-91
(þá bara Camaro og Trans Am) sem er til sölu endilega seið mér það... er að leita á fullu...
ps. Er bíllinn hans Gústa nokkuð til sölu? alveg gríðarlega flottur bíll hjá honum.. Með fyrirfram þökkum

----------------------------------
CHEVROLET CAMARO RS
Raðnúmer: 178400


Árgerð 1989  Ekinn 78 þ.km.  
 Næsta skoðun 2004  

--------------------------------------------------------------------------------
 
Verð 790.000  Litur Blár  
 
Skipti möguleg á ódýrari
 

--------------------------------------------------------------------------------
 
Bensín knúinn  Skráður 4 manna  4 sumardekk  
5700cc. slagrými  3 dyra    
   Sjálfskiptur    
Afturhjóladrif        

--------------------------------------------------------------------------------
 
Aukahlutir & búnaður
Flækjur - Geislaspilari - Útvarp - Vökvastýri - Nítro - sérútbúin kvartmílu bíll - 500 Hestöfl
Title: Koma Svo jájá
Post by: firebird400 on June 01, 2004, 12:59:51
Blár "89 bíll, kannski bíllinn hans Árna Márs í keflavík.
Title: Nei ekki hann
Post by: ÁmK Racing on June 01, 2004, 15:40:24
Nei þetta er ekki bíllinn minn hann er 84 árg mikið fleiri hestöfl og alls ekki til sölu.kv Árni Már
Title: .......
Post by: Olli on June 03, 2004, 16:06:31
held að ég sé nokkuð viss í minni sök þegar að ég segi að þessi bíll sé staðsettur hérna í Vogaselinu (109).  Þar er allavega einn RS bíll, með nitro og 350, hef spjallað aðeins við eigandann, en nafnið er alveg dottið úr mér.  Hann vinnur við hellulagningar minnir mig.... kannski að það hringi einhverjum bjöllum hjá einhverjum.
Title: Koma Svo jájá
Post by: Ásgeir Y. on June 04, 2004, 18:34:24
er þetta ekki bíllinn hans dabba.. bíll sem óðinn(cadman) smíðaði