Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Arni-Snær on May 23, 2004, 16:16:15
-
Gæti nokkur frætt mig um dry sump olíkerfi... hvernig það virkar og hvaða kosti það hefur og hvaða galla og líka afhverju það er bannað í sumum flokkum í mílunni?
-
Í dry sump kerfi þá er pannan undir vélinni ekki látin geyma olíu heldur eru 2 dælur, önnur dælan dælir olíunni úr pönnuni í tank sem að geymir olíuna og hin dælan dælir úr olíutanknum inn á vélina.
Kostir þessa kerfis er að hægt er að setja vélina neðar því það þarf ekki stóra olíupönnu, einnig er hægt að vera með meiri olíu á vélinni og svo eykur þetta aflið aðeins því minni töp verða við það að sveifarásinn nái að þeyta olíuna sem er í pönnuni.
-
Takk fyrir gott svar...