Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Árni S. on May 13, 2004, 01:17:21
-
Ég kíkti aðeins upp á braut í dag þar sem menn voru að tala um að framkvæmdir ættu að hefjast í vikunni og þegar ég mæti uppeftir þá er búið að malbika tilbakabrautina og kallar frá vegagerðinni á fullu við að setja upp vegrið við brautina. Tók prufu á tilbakabrautinni og verð að segja að þetta er alveg yndislegt.
en var að spá hvort ekki ætti að vera tvöfalt vegrið, þ.e. tvær hæðir, fannst svolítið hátt frá jörðu upp í neðri brún á vegriði, örugglega ekki sniðugt að lenda á þessu á dragga eða mótorhjóli.
Kv. Árni Samúel
-
Ég sá sóparabíl á brautinni einhvertíman í líðandi viku.