Kvartmílan => Mótorhjól => Topic started by: Gizmo on May 10, 2004, 21:55:11
-
Þetta hélt ég að menn væru búnir að fullreyna að væri ekki heppilegur fatnaður á mótorhjólum ! Svo var apparatið matað af gasi og gírum í burtu.....
Bolur úr rúmafatalagernum, gallabuxur, Adidas strigaskór og berhentur. Hann er ekki einusinni með belti...
Svona útbúnir menn ættu ekki að fá neitt út úr tryggingum ef þeir lenda í óhappi.
-
Þegar ég lærði á hjól þá var lögð mikil áhersla á að vera í góðum hlífðarfatnaði. Ég hélt að menn færu ekki svona á hjól, nema þá rétt á milli húsa ef það þyrfti að færa hjólið. Jæja, hann lærir þegar hann dettur :roll:
-
það er nú samt í lögum að eini hlífðarfatnaður sem er skylda á mótorhjól sé hjálmur!!! er samt ekki að segja að þetta sé fyrirmyndarökumaður :)
-
þetta er náttúrulega bara fávitaskapur, og á svona öflugu hjóli.sumir vaða ekki í vitinu.
-
var að keyra nýbýlavegin áðan . mæti ég ekki gaur á fjólubláum chopper (leit mjög custom út) á bol , gallabuxum og opin hjálmur (hann var þó með hjálm)
-
þetta er nú ekki það versta.. maður er að sjá stelpur sem eru í þröngum djamm buxum og hlýrarbol á hjóli..
-
það er rétt þetta er ekki fallegt að sjá, en þegar ég skrapp
til Spánar þá gjörsamlega blöskraði mér.
Það kallast gott ef maður sér einn og einn með hjálm þar.
Og þá er ég ekki bara að tala um vespurnar.
-
ég var einmtt á spani í fyrra og sá þetta spjallaði síðan við nokkra mótorhjóla menn þar og þá sögðu þer mer að þeir yrðu bara með óraði ef þeir væru full gallaðir/ með hjám ef þeir væru á "rúntinum"
-
Á Ítalíu er mikið um vespur, og fæstir með nokkurn hlífðarbúnað. Á Ítalíu er líka hæsta hlutfall aflimana í Evrópu. Merkilegt nokk, þá tengist þetta tvennt :roll: :cry:
-
Þetta sýnist mér vera merki um "heiladauða" án þess þó að hafa mjög mikla þekkingu á þessum málum. Ég get bara ímyndað mér afleiðingarnar ef hann ditti eftir að hafa dottið nokkrum sinnum á reiðhjóli sem krakki.
-
ég myndi allaveganna ekki þora að vera svona á hjólinu :shock:
nota mitt á hverjum einasta degi í vinnuna og þó það sé ekki langt þá fer ég aldrei af stað án þess að vera í öllum búnaðinum... það er bara of lítið af mér fyrir að ég megi við því að láta malbik skrapa eitthvað í burtu :roll: