Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: 440sixpack on May 10, 2004, 19:41:28
-
Ég legg hér með til að stjórn KK sendi út Fréttabréf hér á spjallinu að minnsta kosti einu sinni í viku yfir sumartímann og einu sinni í mánuði yfir vetrartímann, þar sem helstu fréttir eru skrifaðar, og fyrirspurnum sé svarað, það eru ekki allir sem komast í félagsheimilið á fimmtudagskvöldum (búa úti á landi), eða dettur í hug að hringja í formannin til að athuga hvort eitthvað hafi nú breyst síðan síðast.
Ég tel þetta vera forgangsmál, og tel að ég tali fyrir munni margra félagsmanna varðandi samskipti stjórnar og félagsmanna, svo að menn geti hætt þessu þrasi.
Félagar látið nú í ljós skoðun ykkar á þessu máli með því að setja inn komment hér að neðan.
Tóti
-
Ég tek allavegana hjartanlega undir þetta!
Ég vil taka það fram að þetta er ekki illa meint en það er greinilega mikill rígur á milli stjórnar og ákveðinna meðlima í klúbbnum sem virðast ekki getað talað saman hérna á spjallinu nema að það snúist oftast upp í einhver persónuleg leiðindi!! Þess vegna virðist oft vera erfitt hjá þeim sem eru að leita eftir svörum að fá þau. Þetta segi ég sem áhorfandi að þessu!!
Þess vegna væri mjög fínt að fá fréttablað sem segir svona frá því sem á döfinni er!
-
Lýst vel á þessa hugmynd, mætti jafnvel vera inná aðalsíðunni og vera þannig að ekki sé hægt að commentera á það. Það ætti að minnka e-ar persónulegar árásir og þess háttar.
Annars lýst mér mjög vel á byrjunina á sumrinu hjá klúbbnum og sé ykkur vonandi sem flest á Laugardaginn :D