Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Nonni on May 07, 2004, 22:18:53

Title: Year One
Post by: Nonni on May 07, 2004, 22:18:53
Ég er að taka 1986 módel af Trans AM í gegn og mig hefur vantað nokkra hluti.  Eins og þið þekkið eflaust þá gengur það upp og ofan að láta fyrirtæki hér á landi panta fyrir okkur (þó starfsmenn þeirra hafi yfirleitt verið allir af vilja gerðir).  

Sem dæmi þá hefur mig lengi vantað lista sem á að beina lofti að vatnskassanum (þessir bílar eru alveg lokaðir að framan og þurfa þá þessum lista að halda).  Það hefur enginn treyst sér til að verða mér útum þetta stykki.

Eftir að hafa skoðað nokkur amerísk fyrirtæki ákvað ég að senda Year One http://www.yearone.com/  línu.  Verðin hjá þeim eru ágæt en það sem skipti ekki minna máli er að þjónustan var góð.  Ég ákvað því að versla við þá.

Síðasta mánudagskvöld sendi ég þeim endanlega pöntun, og átti von á því að þurfa að bíða í eina til tvær vikur eftir vörunum.

Seinnipartinn í gær (fimmtudagskvöld) fékk ég símtal frá UPS.  Þar var ég spurður að því hvort ég væri heima, því þeir væru með sendingu til mín.  Pakkinn kom síðan stuttu síðar.  

Ég var eins og smástrákur að opna jólapakka þegar ég reif umbúðirnar af, en kaninn pakkar all svakalega inn öllu sem hann sendir.

Þarna voru allir þeir hlutir sem ég pantaði (m.a. listinn sem mig hefur lengi vantað), og verðið stóð að sjálfsögðu.  Ég mæli því hiklaust með þessu fyrirtæki.

Kv. Jón H.