Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: firebird400 on May 07, 2004, 15:37:29

Title: Endilega líta á þetta !!
Post by: firebird400 on May 07, 2004, 15:37:29
Sælir, endilega komið með uppástungur í sambandi við þetta spjall, undanfarið hefur mér fundist áhuginn og fjöldi pósta farið dvínandi. Við meigum ekki vanmeta mátt svona spjalls, sjáið bara uppganginn meðal annarra áhugahópa eins og live2cruize, ekki er þar braut eða samkomuhús til að draga að flöldann, bara netspjall !! Samt notast stór hópur þar við ykkar braut,en láta svo ef til vill ekkert í sér heyra hér.
 Einhvertímann heyrði ég það frá stjórnendum K.K. að þeir væru að reyna fá stjórnvöld með sér í reksturinn/fá styrk, en það þarf að vera virkt battery til að styrkja. Ég vona að K.K. verði ekki eftir á hvað varðar hina hröðu þróun samfélagsinns, eftir allt saman þá er K.K. nú þegar orðin risaeðla miðað við aðra klúbba, sé tekið mið af starfsaldri a.m.k. A.t.h. að ég er ekkert að koma með neinar lausnir sjálfur og óvíst að sumum þykji einhvað þurfa að leysa. Ég vona líka að menn taki vel í þetta hjá mér, og allir getum við nú verið sammála um það að lengi getur gott batnað :D  Agnar Áskels Kef.
Title: Endilega líta á þetta !!
Post by: diddzon on May 07, 2004, 19:32:41
Þetta tók stærsta dauðakippinn hér þegar það var lokað á að commenta á söluauglýsingar.

Mér finnst það vera rangt að loka á það, það á frekar að loka á þá sem eru að valda leiðindum eða bara einfaldlega að benda fólki á það að vera ekki að auglýsa ónýtt rusl til sölu hérna.

...allavega mitt álit.  :wink:
Title: Endilega líta á þetta !!
Post by: firebird400 on May 07, 2004, 20:51:27
Góður punktur, þessir dálkar eru einmitt mjög stórir á öðrum spjall rásum. Mér þykir heldur ekki rétt að takmarka allt við kvartmílu, heldur þykir mér að þeir sem eru virkir á spjallinu fái að nýta sér þessa dálka, þeir hljóta nú að vera áhugamenn um míluna fyrst þeir eru hér á annað borð, litlar líkur á því að menn séu að skrá sig gagngert til að misnota sjallið.
Title: Endilega líta á þetta !!
Post by: Moli on May 07, 2004, 20:53:13
af hverju í óskupunum þarf að commenta á "Til Sölu"/"Óskast Keypt" dálkana, oftar en ekki fer þetta út í einhverja bölvaða vitleysu og sögur og fullyrðingar sem ekkert vit er í, þetta var ein af ástæðunum fyrir því að það var lokað á þetta, það er ekki hægt að útiloka vissa einstaklinga frá spjallinu þar sem þeir geta skráð sig inn upp á nýtt undir öðru nafni, fyrir utan allt þetta, þá skýra auglýsingarnar sig sjálfar, þú getur sent viðkomandi einkapóst/e-mail eða jafnvel gerst svo djarfur að nota símann og hringt í viðkomandi!  :shock:
Title: Endilega líta á þetta !!
Post by: JHP on May 07, 2004, 21:24:59
Quote from: "Moli"
þá skýra auglýsingarnar sig sjálfar, þú getur sent viðkomandi einkapóst/e-mail eða jafnvel gerst svo djarfur að nota símann og hringt í viðkomandi!  :shock:
Þær skýra sig ekki alltaf sjálfar og það sparar auglýsandanum míkil leiðindi að þurfa að svara sömu spurningunni mörgu sinnum þegar hann gæti gert það einu sinni á netinu og þetta borð mátti ekki við því að loka á þetta og oft skapast hin skemtilegasta umræða í kringum þessar auglýsingar  :x
Title: Endilega líta á þetta !!
Post by: firebird400 on May 07, 2004, 21:25:55
En Moli ert þú ekki sammála um það að undanförnu þá hefur snar minnkað ásóknin í þetta spjall, og að röfl (innan velsæmismarka) sé betra en ekkert :D en það er að gerast æ oftar að þegar maður kemur hingað inn þá hefur engu verið bætt við frá því maður var hér seinast, maður les allavegana ruglið og þá hefur maður að minnsta kosti völ á því að gera sér skoðun á þeim sem er að rugla og taka þá bara minna mark á honum seinna. En upprunalega var þessum þræði ekkert beint að "til-sölu/keypt" bara almennt hvort menn hefðu einhverja skoðun á gang mála hérna á spjallinu.
Title: Re: Endilega líta á þetta !!
Post by: MrManiac on May 07, 2004, 21:31:39
Quote from: "firebird400"
Sælir, endilega komið með uppástungur í sambandi við þetta spjall, undanfarið hefur mér fundist áhuginn og fjöldi pósta farið dvínandi. Við meigum ekki vanmeta mátt svona spjalls, sjáið bara uppganginn meðal annarra áhugahópa eins og live2cruize, ekki er þar braut eða samkomuhús til að draga að flöldann, bara netspjall !! Samt notast stór hópur þar við ykkar braut,en láta svo ef til vill ekkert í sér heyra hér.
 Einhvertímann heyrði ég það frá stjórnendum K.K. að þeir væru að reyna fá stjórnvöld með sér í reksturinn/fá styrk, en það þarf að vera virkt battery til að styrkja. Ég vona að K.K. verði ekki eftir á hvað varðar hina hröðu þróun samfélagsinns, eftir allt saman þá er K.K. nú þegar orðin risaeðla miðað við aðra klúbba, sé tekið mið af starfsaldri a.m.k. A.t.h. að ég er ekkert að koma með neinar lausnir sjálfur og óvíst að sumum þykji einhvað þurfa að leysa. Ég vona líka að menn taki vel í þetta hjá mér, og allir getum við nú verið sammála um það að lengi getur gott batnað :D  Agnar Áskels Kef.


Uppgangurinn á L2C er að mínu mati ekki af hinu góða. Hefur einmitt fundist það á mönnum hér að þeir séu ekki að pósta ef þeir hefa ekkert viturlegt að segja sem er mjög af hinu góða. Þetta er meira orðinn pósthóruleikur á L2C.
Title: Endilega líta á þetta !!
Post by: firebird400 on May 07, 2004, 21:53:04
:D  :D  :D  lol Ef til vill, ég hef svo sem ekki fylgst það djúft með þráðum þar, en það bætir ekki aðsókn hér. :?  það er kannski viturlegra að þegja en að spyrja, eða hvað ?
Title: Endilega líta á þetta !!
Post by: logy on May 07, 2004, 22:10:33
Jæja ég varð bara að skrá mig inn þegar ég sá þennann póst.
Langaði að láta ykkur alla sem takið ríkann þátt á þessu spjalli að ég og örugglega fult af fólki, sem ég skora á til að skrá sig og taka þátt, förum regglulega hingað inn bara tilað lesa og fylgjast með umræðunum.
Ég veit ekki mikið um bíla en ég hef lært alveg helling af því að lesa spjallið hérna og á huga.is . og ég vill bara kvetja alla til að halda áframm góða verkinu og kenna mér meira í leiðinni!
Title: Endilega líta á þetta !!
Post by: logy on May 07, 2004, 22:12:06
hehe maður ætti kannski að sleppa að beigja nöfn á vefsíðum  hugi.is átti ég við auðvitað
Title: Endilega líta á þetta !!
Post by: Nonni on May 07, 2004, 22:34:40
Ég verð að vera sammála því að það er ekki magn þráða sem skiptir máli.  

Spjallið hér mætti vera líflegra, en ég er ekki viss um að spjall um daginn og veginn (eins og sumstaðar er) sé það sem við séum að sækjast eftir.

Með því er ég samt ekki að gagnrýna önnur spjöll, menn fara misjafnar leiðir og það sem hentar ákveðnum hóp þarf ekki að henta öllum.

En í sambandi við breytingarnar þá var ástandið ekki gott fyrir breytingu.  Þá fóru flestir söluþræðir útí vitleysu.  

Sömu aðilarnir komu alltaf með sömu spurningarnar og þóttust ætla að kaupa allt (en keyptu samt aldrei neitt).

Síðan komu komment á hlutina sem oftar en ekki voru óttaleg þvæla.

Það sem ég sakna mest er að gömlu jaxlarnir láti oftar sjá sig hérna.  Þar á meðal er snilldarpennar sem hafa lag á því að gera allt vitlaust  :twisted:

Einnig mættu stjórnarmenn KK láta meira í sér heyra, en vefstjóri hefur að hluta bjargað þeim með að koma skilaboðum áleiðis.

Að endingu vil ég þakka vefstjóra fyrir gott starf, þó að það sé kannski ekki mikið skrifað hér þá er þetta góður vettvangur fyrir þá sem hafa áhuga á sportinu.

Kv. Jón H.

P.s. væri gaman að vita hve traffíkin er mikil, ég er viss um að heimsóknir eru margar þó ekki sé mikið blaðrar hér.
Title: Endilega líta á þetta !!
Post by: Björgvin Ólafsson on May 07, 2004, 22:45:11
Minn skilningur er eiginlega sá að stjórn KK er búið að lýsa sjálkrafa frati í þennan vef.

Mér er lífsins ómögulegt að skilja afhverju þessi vefur er ekki notaður til að koma á framfæri upplýsingum fyrir félagsmenn í meira mæli (ég veit að það er pínu efni til) og það sem enn verra er að mjög svo sjaldan sér maður svör við spurningum almennra leikmanna er varða keppnihald á einhvern veg!! (alltof löng setning :? )

Þetta er náttúrulega samt sett fram á samahátt og hjá Pontiac félaganum sem startaði þessum þræði, að það ætti að líta á þetta sem vinsamlegar ábendingar eða tillögur svo enginn fari í fýlu :roll:

Ég veit alla vega að hérna hinum megin við Alpana og langt fyrir ofan snjóalínu (allavega núna) gæfum við mikið fyrir að hafa svona magnaða síðu til að brúka eða öllu heldur menn til að halda henni úti fyrir félagið. Ég veit að það er mikið "djobb" sem fer í þetta bras og á netstjóri og umsjónamaður hrós skilið fyrir það.

Niðurlag............ nota þennan frábæra vefa ALLIR saman

kv
Björgvin
Title: Endilega líta á þetta !!
Post by: Steini on May 08, 2004, 00:39:35
Það er varla að maður nenni að fara hér inn lengur, hvað þá að varpa fram spurningum eða benda á það sem manni finnst betur mega fara.
Oftar en ekki fær maður skítkast í staðin fyrir almennileg svör, ef maður fær þá einhver svör, samanber spurning mín frá 26 mars, á Keppnishald/Úrslit og Reglur, merkt Til stjórnar/vefstjóra.
Það var ekkert mál að svara öllu um bílaflokkana, en engin svör koma varðandi hjólaflokka.
Nú eru sjö dagar í fyrstu keppni og ekki á hreinu eftir hvaða hjólareglum verður farið.
Ekki eru þessi vinnubrögð til að auka keppnisáhuga hjólamanna.

Formaður KK vill kannski að hver og einn sem hugsanlega ætlar að keppa í hjólaflokkum hringi til að fá að vita um reglurnar. (Samkvæmt svari til Vals V. hér neðar).

Steini
Title: Where is Valur when you need him?
Post by: firebird400 on May 08, 2004, 16:06:47
Jæja þessi post er að minnsta kosti búinn að fjölga um einn hérna hjá okkur, vertu velkomin/n LOGY.
 En gefum okkur það að flest allir á öðrum spjöllum séu hálvitar sem ekkert vita og eru hreinlega ekki velkomnir hérna (voru breytingarnar ekki annars til að henda þeim út) :twisted:  Ef við segðum að 90% af þeim postum sem eru á L2C séu rugl þá eru samt eftir fleiri en heildin hér, samt eru tvöfalt fleiri skráðir notendur hér :shock:  Segir það ekki bara það að þetta spjall er ekki þess vert að sækja heim lengur ?
 Eru það ekki fleiri sem láta þetta fara fyrir brjósti sér?
 Ég verð einnig að segja að ég átti von á að stórlaxarnir mindu láta í sér heyra; hvar eru penna barsmíðarnar hans Vals þegar maður vonar eftir þeim, þú ert vonandi ekkert sár yfir því að ég kommentaði á þitt komment hérna um daginn :D  nei ég á ekki von á því.
Title: KK vefurinn
Post by: 440sixpack on May 08, 2004, 17:01:07
Verð bara að segja að kk-vefurinn ætti í raun að vera málsvari og samskiptatæki klúbbsins og félaga innan hans.  Þetta hefur í raun ekkert breyst frá því í fyrrasumar þegar forsvarsmenn klúbbsins svöruðu ekki fyrirspurnum, settu ekki inn úrslit eða tímatökur svo vikum skipti.  Ef formaðurinn hefur ekki tíma til að svara fyrirspurn á spjallinu frá einum aðila, en hefur tíma í 10 símtöl til að svara sömu spurningunni, þá er eitthvað að.  Við viljum fá að fylgjast með störfum stjórnar og hvað er í gangi á hverjum tíma.  Hvernig væri nú að nota þennan annars ágæta vef til betri og meiri samskipta milli valdsins og almúgans.
Title: Endilega líta á þetta !!
Post by: Nonni on May 08, 2004, 18:09:20
Ég held að enginn hafi sagt að menn á öðrum spjöllum séu hálvitar upp til hópa.  

Ég kíki oft á www.hugi.is/bilar , www.f4x4.is og http://www.live2cruize.com/ og ég held að flestir séu bara með eðlilega greindarvísitölu.  Þó við viljum kannski ekki að okkar spjall verði nákvæmlega eins og önnur, þá er það enginn áfellisdómur yfir þeim.

Annars er ég sammála því að þetta spjall væri kjörinn vetvangur fyrir stjórn KK til að koma skilaboðum áleiðis.  Því ættu þeir að leggja sig fram um að svara þeim fyrirspurnum sem til þeirra er beint (svo framarlega sem þær eru eðlilegar og málefnalegar).

Kv. Jón H.
Title: Endilega líta á þetta !!
Post by: firebird400 on May 08, 2004, 19:10:44
Quote from: "Moli"
af hverju í óskupunum þarf að commenta á "Til Sölu"/"Óskast Keypt" dálkana, oftar en ekki fer þetta út í einhverja bölvaða vitleysu og sögur og fullyrðingar sem ekkert vit er í,

 þetta var nú ástæðan fyrir hálvita commentinu, ég átti ALLS EKKI við það að einhverjir væru í raun hálvitar :D , það sem ég vildi koma að var það að á L2C hafa verið lögð inn 60000 innlegg, og þótt að einungis 10% af þeim hefðu verið mönnum þóknandi hér, þá eru það (s.s.6000)um 2000 fleiri innlegg en við höfum lagt inn í heildina hér(s.s. 3900) og ekki eru þau öll svo fræðandi og göfug.
Title: Endilega líta á þetta !!
Post by: Moli on May 09, 2004, 01:17:36
Quote from: "firebird400"
En Moli ert þú ekki sammála um það að undanförnu þá hefur snar minnkað ásóknin í þetta spjall, og að röfl (innan velsæmismarka) sé betra en ekkert


fyrir minn smekk finnst mér áskóknin kannski ekkert minnkað neitt gífurlega, aftur á móti hef ég tekið eftir því að þetta er (að einhveju leyti) að breytast í þetta gamla góða eins og þegar það var þegar það fyrst byrjaði (2001), þeir eldri og reyndari farnir að taka lyklaborðið aftur fram eða einhverju leyti og farnir að tjá sig, þetta var komið út í tóma þvælu fyrir um ári síðan, ég byrjaði að líta hérna inn síðla árs 2001 og hef t.d lært allveg gríðarlega mikið bara á því að lesa gamla þræði hérna fram og aftur eftir þá eldri og reyndari, líklega vissi ég ekki svona mikið um bílamenningu íslendinga hér á árum áður ef það verið ekki verið fyrir þeirra snilli, en nú er reyndar búið að eyða þessum þráðum, annars hvet ég þá sem eru ekki skráðir hér og hafa einhverjar spurningar sem snerta kvartmílu, gamla bíla eða hvað sem er sem tengist þessu að varpa því hér fram (innann velsæmismarka að sjálfsögðu) og fá enn meira líf í þetta, annars vegar er ég sammála því að stjórn KK. mætti nota spjallið meira til upplýsinga miðlunar heldur en hefur verið gert!  :wink:
Title: Endilega líta á þetta !!
Post by: logy on May 09, 2004, 17:36:38
Takk fyrir það firebird400
nú er ég ekki í klúbbnum sjálfum en var að pæla hvort það séu engir fundir og samkomur hjá klúbbnum? Eitthvað fyrir utan vefinn og brautina.
Title: Fundir klúbbsins (GETOGETHER)
Post by: 440sixpack on May 09, 2004, 19:14:10
öLL FIMMTUDAGSKVÖLD KL 20.00
Title: Endilega líta á þetta !!
Post by: firebird400 on May 10, 2004, 00:20:42
Vertu svo alveg ósmeykur að hringja í hann Ingó í síma 8970163 ég veit að hann er alveg ólmur í að svara spurningum sem varða klúbbinn, og endilega láttu vini þína vita við hvern þeir geta talað, hann mun kunna að meta það :lol:
Title: Endilega líta á þetta !!
Post by: logy on May 10, 2004, 20:49:52
Ég skil bara 1/2 vandræðið ykkar og það er að stjórnendur gefi sér ekki tíma til að svara á netinu en vilja að hringt sé í sig.  Ef það eru samkomur fimmtudagskvöld KL 20:00 afhverju mætir þá fólk ekki þangað til að skera aðeins á fáfræðina um gang mála? ég bara spyr? Og það er ekkert face að segja mér að fara í skóla að læra stafsetningu ;)
Title: Endilega líta á þetta !!
Post by: logy on May 10, 2004, 20:59:44
ohh vitlaus ég! hefði átt að lesa það nýasta fyrst allir búnir að tala um félagsheimilið.  + ég pældi áuðvitað ekki í utanbæjarmönnum og konum :oops:
Title: Áhuginn er fyrir hendi
Post by: C-code on May 11, 2004, 14:21:43
Ágæt umræða hér. Ég var að reyna að pósta hér um daginn, en þegar ég ætlaði að senda inn textann, var maskínan búin að henda skráningunni út. Þessu þarf að breyta, forritið er greinilega stillt á svo stuttan tíma að það útilokar allt sem tekur lengri tíma en 2-3 mín. að skrífa.

Stjórnarmenn KK eru allir harðvinnandi menn og hafa ekki allir alltaf tíma til að standa í langvinnum umræðum prívat. Mér finnst þeir standa sig afar vel og kann þeim öllum þakkir fyrir það sem þeir eru að gera. Ég veit bara hvað það kostaði mig að standa í þessu á sínum tíma. Nóg er að gefa sinn tíma og vinnu í þetta, þó ekki bætist við endalausar skammir fyrir allt á milli himins og jarðar.

Hluti af þessum endalausu orðræðum manna hér stafa augljóslega ef miklu regluhringli sem allir virðast hafa sérskoðanir á. Er ekki kominn tími til að einfalda þá hluti svo menn geti sett sér langtíma markmið? Flestir okkar eru að brasa í þessu af frekar litlum efnum og mega ekki við endalausum hnútum vegna þessa.

OK, en um umræðurnar hér er það að segja að það er ekki gerandi að standa í skrifum um sama hlutinn aftur og aftur. Bendi á endurteknar spurningar um Shelbyinn, sama röflið upp aftur og aftur. Ég fer inn á ýmsa spjallþræði þar sem verið er að ræða tæknilega hlið þessarar útgerðar og það er mjög upplýsandi.

Annar vandi er sá að margir vilja ekki vera að auglýsa sig hér; hvað þeir eru að vinna með og hvert stefnan liggur.  

Kv. GKJ