Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Maveric on April 27, 2004, 18:41:24
-
Ég er búnn að vera að skoða millihedd, og þar stendur oft, designed for '55-'86 262-400, breyttust vélarnar eitthvað 1987, og ef svo er, er þá hægt að nota þessa parta á svoleiðis vél??? og eins, þarf maður, þétti ef maður er ekki með platínukveikju??, svar óskast.
-
Breytingarnar 1987 voru ekki stórvægilegar hvað þetta varðar, en gera þér erfitt fyrir að nota millihedd af eldri vélum. Mig minnir að hallinn við hedd og millihedd hafi eitthvað breysts en allavegana breyttust boltagötin eitthvað. Ef þú setur eldri hedd á vélina þá ertu í góðum málum :)
Önnur breyting 1987 er að þá fóru margar chevy vélar að koma með rúlluknastás, en það kemur þessu máli ekkert við.
Ég hef enga reynslu af platínukveikju í chevy (var eitthvað að hræra í því í VOLVO hér í den, endalausar stillingar á platínubili) en Chevy hætti með þær fyrir mjög löngu síðan. Ætli HEI kveikjan hafi ekki komið snemma eða um miðjan áttunda áratuginn.
Kv. Jón H.
-
Þökk, en já er þá blokkin óbreytt, þá spyr ég aftur eins og álfur út úr hól, Designed for non-emissions 302-400 c.i.d. engines up to 1986, þetta er umsögn um hedd, hvað þíðir það???, damn, ætli maður verði þá ekki bara að byggja nýtt!!!, jæja, takk samt, voðalegt vesen hjá kananum að breyta þessu akkúrat þarna. Og já, með gráður á heddum, hvað er svona allmennt á Chevy þ.e. og hverju breyta þær sbr. 18° og 23° hedd frá Trick Flow.
-
Þú getur notað hedd af eldri vél á blokkina, en þá verður þú að fá þér millihedd sem passar.
Þetta non-emission dæmi skiptir aðeins máli í USA. Ég veit ekki um neinn bíl frá þessum árum hér á landi sem er með mengunarbúnaðinn á sínum stað (þó svoleiðis eintak finnist eflaust einhversstaðar).
Ef vélin þín er með orginal rúlluundirlyftum (sem er ansi líklegt) þá bætir það margt annað upp :)
Nú er ég ekki nógu fróður til að lýsa hvaða halli er bestur, en hallinn hefur áhrif á leiðina sem loftið þarf að fara. Hvor hallinn er betri í götubíl hef ég ekki hugmynd um, en eflaust er einhver mér fróðari um það mál hér á spjallinu.
Kv. Jón H.
-
Takk kærlega fyrir skjót svör, en eitt að lokum, skiptir einhverju með blöndunga á millihedd, eru einhverjir sér blöndungar fyrir square bore, eða eru þeir bara svona universal fitting, þ.e. get ég sett hvaða blöndung sem er á millihedd sem er ekki square bore.
með þökk fyrirfram
-
Þú getur notað spread bore blöndung á square bore millihedd með bara þar til gerðri milliplötu.
-
þakka skjót og góð svör :D
-
23° er hið venjulega Chevy hedd, en 18° 15° 12° 11° og jafnvel 10° eru Race only stöff sem þarf mikið af öðru Race only stöffi til að dæmið gangi upp.