Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: ljotikall on April 21, 2004, 19:02:48

Title: duster 72
Post by: ljotikall on April 21, 2004, 19:02:48
sælir eg var að spa hvort eitthver vissi um ástand a þessum bil hann var til sölu i  frettablaðinu i dag a mill... er þetta eitthvað sem er vert að kaupa??? og ja moli eg "stal" myndinni af síðunni þinni takk fyrir það :D http://www.internet.is/bilavefur/album/mopar/images/duster.JPG
Title: duster 72
Post by: Dart 68 on April 22, 2004, 13:40:16
Þessi bíll á ættir sínar að rekja í Mývatnssveitina (var hér frá ´78 - ´96 þá blár m/svörtum vilnil, 340 4ra gíra) og er árg. 1973

Ég er nú ekki búinn að sjá fréttablaðið, hver er verðmiðinn??
Title: duster 72
Post by: Arason on April 22, 2004, 13:55:49
1,000,000... er það eitthvað?
Title: duster 72
Post by: Dart 68 on April 22, 2004, 14:23:19
MILLJÓNKALL!!!!  :shock:

Er það nú ekki fullmikið ?

Annars kemur mér það ekkert við og fæst orð hafa minsta ábyrgð  :wink:
Title: duster 72
Post by: firebird400 on April 22, 2004, 14:40:01
Þetta er fallegur bíll en.. hann er fjarskafallegur, seinast þegar ég skoðaði hann þurfti að gera mikið undir húddinu og það voru komnar sprungur í skópið og víða annarsstaðar,en þetta er eigulegur bíll og langt um betri en margir aðrir sem er verið að reyna kreysta millur út úr. Ég vill samt minna menn á það að fyrir milljón er hægt að fá mjög góða bíla erlendis frá, einu ókostirnir við að versla frá t.d. usa er tíminn sem fer í að velja út allri flórunni og bíða á meðan græjan er í skipi. Ef menn hafa áhuga þá hef ég mjög góð sambönd í bandaríkjunum sem geta auðveldað ykkur róðurinn, menn sem hafa þetta fyrir atvinnu. Bara að hafa samband í síma 6969468 Agnar
Title: duster 72
Post by: Kristján Skjóldal on April 23, 2004, 20:28:48
Milla er ekki neitt fyrir svona bíl, sláðu bara 3000 dollara bíl, Shopusa og sjáðu hvað gerist, eina leiðin til að kaupa bíl úti er að fara og skoða hann, það er ekki allt sem sýnist í svona málum, þekki mörg soleiðis mál. ps svo kemur hann auðvitað að norðan, það má nú alveg borga extra fyrir það... :P
Title: duster 72
Post by: firebird400 on April 23, 2004, 21:21:02
Kristján, ég þarf ekki að borga nema 570000 kr. fyrir 3000$ bíl kominn heim, mesta lagi 620000 kr. með flutning, eftir því hvar í usa hann er. Og fyrir þá sem ekki vita þá eru skoðunar menn úti sem skoða bíl og gefa tryggingu fyrir því að ástand bílsinns sé eins og þeir segja fyrir slikk. Sorgarsögurnar eru oftast fyrir það að annað hvort ætla menn að spara aurinn og enda með því að eyða krónunni eða menn hafa ekki þau sambönd sem þarf til, t.d. til að fá innannlands flutning í usa og tolla afgreiðslur á mannúðarlegum prísum.
 Og hvað er málið með shopusa.com ekki veit ég um neinn sem hefur atvinnu af innflutningi sem styðst við uppl. frá þeim eða verslar við þá ef það er annars hægt.
 6000-7000$ bíll (sem getur verið góður bíll) kostar með öllu hingað kominn rétt rúma milljón sé hann tekinn inn af mönnum sem hafa réttu samböndin,þannig ekkert vera með einhvern hræðsuáróður.
 Ekki hef ég allaveganna áhuga á að kaupa einhverja sparsl hauga með ónýtum rafkerfum og annað, þó að ég geti séð hann með berum augum.
  HAPPY SHOPPING FELLOWS :D
Title: duster 72
Post by: Kiddi J on April 24, 2004, 09:55:33
Töff bíll einhver að kaupann og setja alvöru small block í ann og upp á braut með kvikindið
Title: duster 72
Post by: Kristján Skjóldal on April 25, 2004, 00:04:49
Ég veit að ShopUsa er nú svo sem engin lausn, en gaman að sjá verðin.
En mér finnst nú ólíklegt mjög að þú fáir sambærilegan bíl fyrir þennan pening úti... ekki það að ekki það að ég sé að reyna að selja þér kaggann... :P
Title: duster 72
Post by: Sævar Pétursson on April 25, 2004, 00:36:09
Ég er fullkomlega sammála Kristjáni, þetta er ekki allt gull sem glóir sem menn hafa verið að flytja inn og janvel hægt að fá jafngóða gripi hér heima fyrir sama pening og stundum minna. Hinsvegar hafa nokkrir dottið í lukkupottinn en það er ekki sjálfgefið.
Title: duster 72
Post by: firebird400 on April 25, 2004, 17:45:22
Vissulega er ekki allt gull sem glóir, en má ég þá benda mönnum á aðra hlið að málinu, ekki eru til eins margir góðir bílar á landinu eins og við hefðum viljað og því ættum við að gera allt í okkar valdi til að auka FÓRUNA, þó ekki fyrir annað en það.