Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: olithor on April 11, 2004, 20:46:44

Title: Bílasýningin
Post by: olithor on April 11, 2004, 20:46:44
Vil bara óska kvartmilumönnum til hamingju með frábæra sýningu

þetta var vel þúsundkallsins virði

Kveðja Óli
Title: Civic
Post by: Björgvin Ólafsson on April 13, 2004, 23:08:11
Quote
Þurfti samt að fá áfallahjálp eftir að hafa séð V-Tec Civic þarna inn +a gólfi ! S200 er ok enn Þetta fjós er bara stórt nei. Enn allt annað var bara Geðveikt.


Hann var nú snyrtilegri en margur annar þarna inni og vikrilega góður fulltrúi sinnar kynslóðar!!!

Engu að síður mjög fín sýning og til hamingju með það!

kv
Björgvin
Title: Bílasýningin
Post by: frikkiT on April 14, 2004, 14:13:09
ég get ekki verið sammála ykkur, alls ekki 1000 króna virði, nema þá kannski til að styrkja Kvartmíluklúbbinn en ekki fyrir að fá að bera gripina augum. Ég hefði t.d. viljað hafa aðeins meiri upplýsingar við hvern bíl, ekki bara nafn og eiganda eins og oft mátti sjá, og gjarnan líka einhverja auglýsta action kl. eitthvað sérstakt, fá að heyra aðeins í þessum rosavélum, og talandi um vélar, af hverju voru vélarhlífarnar á bara örfáum bílum opnar ? Hvað voru þessar Goldwing að gera þarna, féllu ekki alveg í kramið.

Ég held að þið getið gert betur.
Title: Bílasýningin
Post by: D440 on April 14, 2004, 16:01:45
Vilt þú þá ekki bjóða þig framm í næstu sýningarnefnd og sýna snilli þína í
staðinfyrir að vera að setja útá aðra.
Title: Bílasýningin
Post by: lozerr on April 14, 2004, 18:09:13
ójá þetta var flott síning  :wink:  eg kom 2 daga :D:D:D:D:D
Title: Bílasýningin
Post by: Mustang Fan #1 on April 15, 2004, 00:20:14
Quote from: "D440"
Vilt þú þá ekki bjóða þig framm í næstu sýningarnefnd og sýna snilli þína í
staðinfyrir að vera að setja útá aðra.


þetta er einfaldlega rétt hjá honum það hefði mátt stada betur að sýninguni og ég segji það bara afþví hún var betri í fyrra
Title: Bílasýningin
Post by: JHP on April 15, 2004, 00:39:32
Quote from: "Mustang Fan #1"
Quote from: "D440"
Vilt þú þá ekki bjóða þig framm í næstu sýningarnefnd og sýna snilli þína í
staðinfyrir að vera að setja útá aðra.


þetta er einfaldlega rétt hjá honum það hefði mátt stada betur að sýninguni og ég segji það bara afþví hún var betri í fyrra
SKO Komnir 2 snillingar fyrir næstu sýningu (http://www.live2cruize.com/phpBB2/images/smiles/withstupid.gif)
Title: Bílasýningin
Post by: Ásgeir Y. on April 15, 2004, 08:20:28
ég leit þarna við 2svar, hef ekkert útá sjálfa sýninguna að setja, flott mál fannst hinsvegar verra að þegar ég mætti í fyrra skiptið(kl 10.45 á föstudagsmorgun) fundum þarna opna hurð og löbbuðum þar inn í góðri trú um að það væri búið að opna en vorum rekin út með látum, hefði alveg dugað að segja okkur að koma eftir 15 min..... annars... good job hlakka til á næsta ári
Title: sýning
Post by: TONI on April 15, 2004, 18:42:02
Sælir
Ég komst nú ekki en spurning um að auglýsa sýninguna að ári sem bílasýningu ekki láta kvartmíluna vera sem aðal, það er þorri landsmanna með bíladellu en minnihlutahópur með kvartmíluáhuga. Þetta er bara svona hugmynd, gætu skilað betur í kassan með því móti. Hef heyrt þessar raddir hjá fólki að það hafi ekki áhuga á kvartmílu enda voru mörg önnur tæki en kvartmílutæki þar á ferð. Menn meiga ekki bregðas illa við gagnrýni, hún er til að skoða og gera betur næst ef gagnrýnin er réttmæt, framtakið er gott og megi þessar sýningar lifa sem lengst. Kv. TONI
Title: Bílasýningin
Post by: MrManiac on April 15, 2004, 19:41:39
mér fannst þetta bara mjög vel heppnað´. Ég er mikill bílakall og þarna var nú bara talsvert af bílum sem ég vissi ekki af :) Fannst sýningin Flott !

Þið sem kvartið hvað vilduð þið frekar sjá þarna. Áttið ykkur líka á því að Salurinn býður bara hreinlega upp á meira enda var hann Fullur.
Title: Bílasýningin
Post by: JHP on April 15, 2004, 19:42:55
Sýningin hét Bíladella 2004 en ekki kvartmílu sýning :roll:
Title: sýning
Post by: TONI on April 15, 2004, 21:46:14
Sælir á ný
Þetta er nú bara vinsamleg ábending því ég veit um nokkuð marga sem fóru ekki út af því að fyrir þeim var þetta of tengt kvartmílu, kannski þarf ekkert að spá í þessu. Frétti að það hefðu verið slatti af tækjum sem voru ekki síðast, það hefði mátt gera því betri skil en ég ættla ekki að kvarta yfir því sem ég missti af, er hissa ef enginn annar heefur heyrt þetta líka hjá fólki. Kv. TONI
Title: Bílasýningin
Post by: Moli on April 15, 2004, 22:23:37
Quote from: "frikkiT"

ég get ekki verið sammála ykkur, alls ekki 1000 króna virði, nema þá kannski til að styrkja Kvartmíluklúbbinn en ekki fyrir að fá að bera gripina augum. Ég hefði t.d. viljað hafa aðeins meiri upplýsingar við hvern bíl, ekki bara nafn og eiganda eins og oft mátti sjá, og gjarnan líka einhverja auglýsta action kl. eitthvað sérstakt, fá að heyra aðeins í þessum rosavélum, og talandi um vélar, af hverju voru vélarhlífarnar á bara örfáum bílum opnar ? Hvað voru þessar Goldwing að gera þarna, féllu ekki alveg í kramið.

Ég held að þið getið gert betur.

Quote from: "Mustang Fan #1"

þetta er einfaldlega rétt hjá honum það hefði mátt stada betur að sýninguni og ég segji það bara afþví hún var betri í fyrra


hvar voruð þið þegar það var verið að óska eftir fólki til að aðstoða við sýningunna, finna bíla, aðstoða á stað oþh.??  :x  sýningin var mjög flott í alla staði og það var virkilega gaman að sjá alla þessa bíla þarna! ég held að þið ættuð þið bara að þakka fyrir það að það sé til fólk sem vill gera þetta mögulegt, auk þess finnst mér alveg sjálfsagt að styrkja kvartmíluklúbbinn um skitinn 1000 kall og hjálpa þannig til við að gera aðstæður uppá braut enn betri!

annars langaði mig bara til að þakka fyrir flotta sýningu!  :wink:
Title: Sýning
Post by: Addi on April 16, 2004, 01:21:50
Helvíti flott sýning, fór tvisvar og hef ekkert nema gott af henni að segja. Og hvað það varðar að sýningin sé of kvartmílutengd þá er það ósköp eðlilegt í sjálfu sér þar eð "Kvartmílu"klúbburinn stóð fyrir henni. En já flott sýning, keep up the good work...
Title: Bílasýningin
Post by: Mustang Fan #1 on April 16, 2004, 01:21:59
ég verð svo sem að segja að ég sá ekkert eftir þessum þúsund kalli fannst bara sýningin betri í fyrra :oops:
Title: Bílasýningin
Post by: Jón Þór Bjarnason on April 16, 2004, 21:17:21
Sýningin var mjög flott og góð í alla staði. Ég var mættur rétt eftir hádegið á föstudegi. Ég er sammála að upplisyngar hefðu mátt vera ögn ýtarlegri en á mörgum bílum voru þær mjög góðar en það vantaði líka upplisyngar á allavega 3 bíla. En öll umfjöllun hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð er af hinu góða og þið megið ekki vera sárir og reiðir yfir því. Fólk má hafa sínar skoðanir. Hlakka til að koma upp á braut í sumar. p.s. ÉG HEF ÁREIÐANLEGAR HEIMILDIR FYRIR ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER VERIÐ AÐ FLYTJA 900 HESTAFLA BÍL TIL LANDSINS OG HANN KEMUR EFTIR NOKKRA DAGA. Þessi bíll verður þó ekki að keppa í sumar.