Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Nonni on April 08, 2004, 15:41:42

Title: Spurning útaf bílasýningu
Post by: Nonni on April 08, 2004, 15:41:42
Ég var að velta því fyrir mér hvernig væri með aðgangseyri á bílasýninguna, fá félagar í KK frítt inn?

Ef svo er þá er ég með aðra spurningu.
Ég greiddi árgjaldið fyrr í vikunni og hef því ekki fengið nýtt skírteini sent heim (algjörlega mín sök).   Ég á því erfitt með að sína þeim í miðasölunni að ég sé búinn að greiða árgjaldið (gæti reyndar prentað út lista yfir félaga en ég er kominn á skránna).

Annars þá skiptir þetta í sjálfu sér engu máli, gjaldið er aðeins 1000 krónur og maður er ekki ofgóður að styrkja klúbbinn um þann aur (og ég er viss um að við fáum mikið fyrir peninginn).  

Væri samt gaman að fá svör við þessu.

Kveðja,

Jón Hörður
Title: Spurning útaf bílasýningu
Post by: 1965 Chevy II on April 09, 2004, 09:26:01
Sæll,
þeir sem hafa greitt gjöldin fá frítt inn og þeir fáu sem hafa ekki skírteinið komast líka inn þar sem listi verður í miðasölu þar sem tékkað verður á greiddum skírteinum.

Einnig er hægt að ganga í klúbbinn á staðnum og borga 5000kr og fá frítt inn og frítt á allar keppnir KK og aðrar uppákomur á vegum KK. 8)
Title: Spurning útaf bílasýningu
Post by: Nonni on April 09, 2004, 10:50:09
Takk fyrir fljót og góð svör :)