Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: valbjörn on April 04, 2004, 21:19:14

Title: camaroZ28 vandræði
Post by: valbjörn on April 04, 2004, 21:19:14
er í vandræðum með camaro z28 árgerð 1996 hann drap á sér og vill ekki fara í gang hann startar en tekur ekki við sér þetta er 350 vél með beinni inspítingu bí útá landi ekki hægt að komast í tölvu atuga ef einhver hefur lent í svipuðu endilega að láta heira í sér á spjallinu.
Title: Vandræði
Post by: Sævar Pétursson on April 04, 2004, 22:10:01
Getur verið að hann hafi orðið bensínlaus hjá þér? Ef svo er og þú hefur startað lengi til að koma honum í gang áður en þú  settir bensín á hann, eru miklar líkur á því að þú hafir eyðilagt bensíndæluna. Þessar bensíndælur þola ekki að ganga þurrar.
Title: Camaro VES
Post by: Camaro SS on April 04, 2004, 22:21:58
Ok ertu búinn að ath með neistann ????? Þetta er LT 1 og þeir eru mjög gjarnir á að eyðileggja kveikjulok athugaðu neistann og líka eins og Sævar sagði með bensínþrýsting....... :wink:
Title: camaro z28
Post by: valbjörn on April 04, 2004, 22:31:17
það er nó af bensíni held helst að kveikjuheilinn sé bilaður er méð elitróniskri kveikju á eftir að atuga með neistan.
Title: fails to start
Post by: sveri on April 05, 2004, 19:49:17
Ég er a mustang gt og það er takki í skottinu hjá mér sem stendur á IF ENGINE FAILS TO START dundið ykkur eitthvað í þessu græji... Er enginn svona takki hjá þér?
Title: camaroz28
Post by: valbjörn on April 05, 2004, 20:22:12
hef verið að skoða og leitað að bilun hann gefur góðan neista held að kveikjan sé í lagi en heiri ekki í bensíndæluni tók bensínleiðsluna í sundur við síjuna og svissaði á fekk ekkert bensín biluninn er líklega dælan þarf að mæla spennuna að dælu er líka með mustang gt 1994 með 5,0 vél þarf að skoða í skottið á honum og sjá hvernig þessi búnaður virkar .
Title: camaroZ28 vandræði
Post by: MrManiac on April 06, 2004, 21:22:12
Hvað verstu að gera þegar þett kom uppá.Varstu í einhverjum átökum eða ?
Title: camaroZ28 vandræði
Post by: valbjörn on April 06, 2004, 22:26:04
nei engin átök bara að krúsa er búinn að mæla tengi fyrir dælu ílagi hef prufað að setja straum á dælu hún virkar ekki þarf að rífa tankinn frá benni pantar dælu fyrir mig þakka fyrir spjallið.
Title: camaroZ28 vandræði
Post by: Ásgeir Y. on April 09, 2004, 02:09:00
úff.. skipti um dælu í '93 camaro í fyrra.. have fun boy.. vona að þú hafir lyftu og stóra búkka..  :twisted:
Title: camaroZ28 vandræði
Post by: valbjörn on April 11, 2004, 22:43:48
er það ekki rétt að dælan er í tankinum og fylgir mótstaðan fyrir bensínmælin dæluni,
Title: camaroZ28 vandræði
Post by: Ásgeir Y. on April 12, 2004, 08:13:14
jújú.. kemur alltsaman upp í einu..
Title: camaroZ28 vandræði
Post by: Heddportun on May 13, 2004, 12:58:50
Kveikjan og drifin eru veikasti punkturinn á F-body bílum með Lt1,þetta er mjögsennilegar kveikjan sem er farinn og þarf að skipta um,tekur c.a. 5 tíma fyrir vanan mann