Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: Vefstjóri KK on March 20, 2004, 09:19:08
-
Canadian Sport Compact Series.
Super Street Flokkur:
Ertu að leita að raunverulegum götukepnnisbílum? Skoðaðu þá “ Super Street” flokkinn.
Allir bílar verða að vera á DOT dekkjum, með hljóðkúta og löglegir til götuaksturs. Allir bílar í þessum flokki verða að vera með sama útlit og þeir komu með frá verksmiðju. Til þess að geta keppt í þessum flokki verða bílar að ná minnst 14,99sek brautartíma. Til að að keppni sé sem jöfnust og skemmtilegust þá er keppt á ,400 “pro tree”. Bílum er raðað upp eftir “pro” uppröðun fyrir útslátt. Sá keppandi sem er með betri brautartíma úr fyrri ferð á brautarval í næstu umferð. Allar keppnir eru keyrðar með einni útsláttarferð. Keppandi telst hafa tapað ferð ef hann þjófstartar og/eða fer yfir brautarmörk. Átta fljótustu úr tímatökum komast í úrslit. Aukaferðir fyrir þá sem að missa af sínum tímatökuferðum eru ekki leyfðar. Ef keppandi sem náð hefur í útslátt kýs að hætta keppni, eða er ófær um að komast í uppröðun, skal taka þann keppanda inn sem næstur var í tímatökum þangað til átta bíla flokki er náð, meðan tími leyfir.
Flokkslýsing:
Hverjir geta keppt:
Allir keppendur verða að borga þátttökugjald. Sá keppandi sem skráður er á skráningarblað viðkomandi ökutækis verður einnig að vera ökumaður þess.
Vara ökumenn verða einnig að borga fullt keppnisgjald, auk þess að tilkynna keppnisstjórn að það verði tveir ökumenn á viðkomandi keppnistæki. Sá ökumaður sem nær að koma ökutæki áfram úr tímatökum verður einnig að aka viðkomandi tæki í útslætti. Öll ökutæki í Super Street flokki verða að standast öryggisskoðun brautar. Flestar brautir fylgja öryggisreglum NHRA og/eða IHRA. Öryggisskoðunin er aðskilin flokkaskoðun. Flokkaskoðun er annað hvort á undan eða eftir öryggisskoðun. Keppnis tæki verða aðeins viðurkennd í keppni í Super Street flokki, nái þau að standast öryggis og flokkaskoðanir. Það er á ábyrgð ökumanns að keppnistæki standist þyngdarkröfur. Keppnistæki eru vigtuð eftir hverja ferð hvort sem er í tímatökum eða útslætti. Aðeins ein undantekning er frá þessari reglu, og hún er að sigur sé fenginn vegna þessa að mótherji hefur þjófstartað eða farið yfir brautarmörk. Keppnistæki sem ekki standast þyngdarmörk fá ekki sína ferð gilda í tímatökum og er vísað úr keppni í útslætti.
Fullkokomlega löglegt ökutæki verður að geta komist að vigtarstöð undir eigin vélarafli. Aðstoðarbíll eða önnur aðstoðartæki mega ekki hjálpa bíl að komast að vigtarstöð nema með leyfi keppnishaldara og starfsliðs við vigt. Starfsfólk á vigt hefur lokaumsögn um hvernig skoða á hvort ballest hefur verið bætt við keppnistæki á leið frá enda brautar að vigtarstöð.
Vél:
Aðeins ein vél (sprengihreyfill) sem gengur fyrir bensíni leyfður í hverjum bíl. Allar vatnskældar vélar verða að vera fjöldaframleiddar í amk 500 eintökum. “Eftirmarkaðs hedd (strokklok) leyfð á öllum ökutækjum. Ef kælikerfi á vatnskældri vél er notað má aðeins nota vatn til kælingar. Frostlögur bannaður. Vél verður að vera frá sama framleiðanda og undirvagn/grind. Leyft er að nota mótora frá samsteypum svo sem:
Lexus/Toyota, Nissan/Infiniti, Honda/Acura. Ameríkuframleiddar vélar (GM, Ford, Chrysler) eru takmarkaðar við fjögura strokka vélar og sex strokka vélar með yfirliggjandi kambás/um (OHC). Vél verður að vera staðsett á upprunalegum stað eins og frá verksmiðju. Leyft er að færa vél fram eða aftur með því að breyta mótorpúðum sem síðan verða að boltast á upprunalegar mótrfestingara á upprunalega mótorbitanum eða grind ökutækis. Ekki má breyta þverstæðri vél í vél sem er langsum í vélasal.
Vélagerð (strokkafjöldi) og fjöldi aflauka (power adders) segir til um þyngdarmörk ökutækis með ökumanni (framdrif “FWD” afturdrif “RWD” fjórhjóladrif “AWD”).
Mesta Slagrúmtak (cc, cid) Véla:
Slagrúmtak (cc, cid) véla má ekki fara yfr það sem stendur í töflunni hér að neðan sem er byggð á strokkafjölda véla.
4 strokkar: Allt að 2850cc.
5 strokkar: Allt að 3563cc.
6 strokkar: Allt að 4275cc.
8 strokkar: Allt að 5700cc.
Keppendur sem vilja kæra upp gefið slagrúmtak (cc, cid) hjá öðrum keppanda verða að greiða kærugjald.
Keppnishaldari mun í framhaldi af því mæla út vélina til að sannreyna slagrúmtak hennar. Ef vél reynist með meira slagrúmtak en leyfilegt er þá skal vísa viðkomandi keppanda úr keppni og skal hann missa öll þau stig sem hann hefur fengið fyrir viðkomandi keppni. Kærugjaldið skal síðan endurgreitt til kæranda. Ef vélin í ökutæki hinns kærða reynist vera af löglegri stærð, þá heldur keppnishaldari kærugjaldinu.
Aflaukar (power adders):
Vélar mega hafa tvær tegundir aflauka. Til aflauka telst: nítró (nitrous oxide systems), turbo (turbocharger systems) og blásari (supercharger systems). Auknir aflaukar eins og tvær túrbínur (twin turbochargers) eða margþrepa nítró kerfi (multi-stage nitrous-oxide system) teljast sem einn aflauki. Þannig að vél með tvær túrbínur (twin-turbo) og þriggja þrepa nítró-kerfi (three stage nitrous-system) telst vél með tvo aflauka. Millikælar (intercoolers), kælibox fyrir eldsneytiskerfi (cool cans for fuel system), og þrýstijafnað köfnunarefniskerfi til kælingar á millikælum (compressed nitrogen gas systems to cool the intercooler) teljast ekki til aflauka.
Allt gas undir þrýstingi sem notað er í ökutæki verður að skoða sérstaklega. Ef gasið er súrefnisaukandi (oxidizer) eins og til dæmis nítró er, telst það vera aflauki, og viðkomandi þyngdartakmörkun skal beitt..
Útblásturskerfi (Exhaust):
Allir bílar í flokknum (Street class) verða að vera með amk einn hljóðkút og frá honum pústkerfi sem opnast ekki styttra en 12” (30,48cm) fyrir framan afturhjól.
Eldsneyti (Fuel)
Öll keppnistæki verða að keyra á bensíni. Dælu og/eða keppnisbensín leyft. Ekki má blanda “nitro-methan”, “propylene oxide” eða “nitro-propane” saman við. Keppnishaldari hefur leyfi til að prófa allt eldsneiti. Keppnishaldara er leyfilegt að setja staðal og/eða sér skoðaða gerð eldsneytis (spec fuel) eitt blýlaust og eitt með blýi, fyrir keppnistímabilið. Ákvörðun um þetta er hægt að nálgast hjá keppnishaldara. Ef sérskoðað/sérstakt bensín er fengið verða allir keppendur að nota það í keppni á meðan það er fáanlegt á brautinni. Framleiðandi þessa bensíns og/eða starfsfólk keppnishaldara mun prófa bensín hjá keppendum ef þurfa þykir.
Gírkassi Framhjóladrif (FWD):
Hvaða gírkassi sem er leyfður. Framleiðandi gírkassa verður að verasá sami og af mótor annars fær keppnistækið auka þyngdarmark. Standard gírkassar verða að vera með standard “H” skiptimynstri. Öllum standard gírkössum verður að vera hægt að skipta niður. Loftskiptar eru ólöglegir. Ef upp-skiptir eða eftirmarkaðs rað-skiptir (vertical-shift-gate, sequential transmission) gírkassar eru notaðir skal bæta 150lbs (68kg) við grunnþyngd keppnistækis.
Gírkassi Afturdrifsbíla/Fjórhjóladrifsbíla (RWD/AWD):
Standard gírkassi verður að vera með “H” skipti mynstri. Niðurskipting verður að vera möguleg á standard gírkassa. . Loftskiptar eru ólöglegir. Upp-skiptir eða eftirmarkaðs rað-skiptir (vertical-shift-gate, sequential transmission) gírkassar eru ólöglegir. Ef notaðir eru aðrir gírkassar en þeir sem framleiðandi viðkomandi keppnistækis framleiðir skal bæta við 100lbs (45kg). Dæmi Ford T-5 gírkassi væri notaður í Mazda RX/7. 6 strokka vélar verða að vera með gírkassa frá sama framleiðanda og vél (OEM).
Undirvagn Grunn-Atriði:
Allir Super Street bílar verða að vera byggðir á svokölluðum “import” botni og verða að vera með virkar hurðir, með eftirfarandi undantekningum. USA/Canada framleiddir bílar, og samsteyu bílar sem eru í framleiðslu í Norður Ameríku. Sem dæmi: Chrysler Conquest, Dodge Colt, Dodge Stealth, Eagle Talon, Ford Probe, Mercury Capry XR2, og Plymouth Laser. Að auki eru allir framhjóladrifnir bílar frá hvaða framleiðanda sem er gjaldgengir í flokkinn. Öll ökutæki í Super Street verða að vera á original verksmiðjuframleiddum botni (chassis). Bílar sem eru framleiddir framhjóladrifnir verða að halda framhjóladrifinu. Breytingar úr framdrifi í afturdrif bannaðar. Leyft er að lækka topp á ökutækjum.
Gluggar (Glass):
Öll ökutæki í “Street” flokki verða að vera með upprunalegt eða eins og upprunalegt gler í framrúðu og hliðarrúðum hurða. Nota má Lexan í afturhlera og rúður sem ekki eru undnar upp, nema í fram hurðir og framrúðu.
Fjöðrun og Grind – Framhjóladrif (FWD):
Röragrind er ekki leyfð. Skyllt er að nota verksmiðjustyrktu fjaðra/demparaturnana og þá grindar/boddýhluta sem áfastir eru þeim (þetta á líka við þann hluta sjálfberandi yfirbyggingar “unibody” sem tengt er fjöðrunartunum).
Tengja má fjaðar/demparatuna saman með styrktar stífum. Breyta má “boddýatáli” fyrir framan og aftan fjaðra/demparturna til að koma undir eins stórum dekkjum og flokksreglur leyfa. Efri festing á sambyggðum gormi/höggdeyfi (strut) verður að vera upprunaleg. Efsti hluti sambyggðs gorms/höggdeyfis verður að festat í efta hluta gorma/höggdeyfisturns eins og var upprunalega frá verksmiðju. Stillanlegar festingar fyrir framfjöðrun leyfðar. Neðri spyrnum má breyta og styrkja svo framarlega sem festingum við yfirbyggingu sé ekki breytt. Neðri festingu á sambyggðum gormi/höggdeyfi má breyta til að fá fram betri stillingu hjóla og rými. Fjaðraturna spöng (strut tower brace) “lower tie bar”, ballans stangir og takmörkuð “ströppun” á fjöðrum leyfð.
Afturfjöðrun (FWD)
Öll aftur grind bílsins verður að vera til staðar. Bílar með verksmijuframleidda sjálfstæða fjöðrun að aftan verða að halda henni. Efri festingar fyrir sambyggða gorma/höggdeyfa (struts) verða að vera sömu og standard og í standard staðsettningu. Ennfremur verður allur verksmiðjuframleiddi styrkti hlutinn af fjöðrunarturnunum að halda sér. Þetta á einnig við um þann hluta sem soðinn er við sjálfberandi grindina (uni-body). Efst hlutinn af sambyggðum gormi/höggdeyfi verður að vera festur á sama stað og frá verksmiðju. Stillanlegar fjaðrfestingar leyfðar. Neðri spyrnur má styrkja og breyta. Breyta má neðri fjaðrafestingum. Breyta má neðri festingum fyrir sambyggðan gorm/höggdeyfi til a fá betra rými og hjólastillingu. Styrkingar á fjaðrakerfi og festingum leyfðar.
Fjöðrun & Grind – afturhjóladrif/fjórhjóladrif (RWD/AWD):
Afturfjöðrun:
Mælt er með að upprunaleg afturfjöðrun og drifbúnaður sé látinn halda sér. Ef notaður er drif/fjöðrunarbúnaður frá öðrum framleiðanda, þá verður 100lbs (45kg) bætt við þyngdarmark ökutækis. Bílar sem búið er að taka inn að aftan og bílar byggðir á röragrind bannaðir. Bannað er að setja sérsmíðaðar hjólskálar í bílana. Leyft er að breyta hjólskálum svo að koma megi fyrir stærdtu leyfilegum dekkjum fyrir þennan flokk. Leyft er að skipta úr sjálfstæðri fjöðrun yfir í fatan afturás (hásingu). Styrkingar á yfirbyggingu fjöðrun og grind leyfðar. Afturfjöðrun verður að haf í það minnsta 1” 2,54cm í fjöðrun. Minnst einn höggdeyfir verður að vera á hvert fjaðrandi hjól (sjá aðalreglur).
Fjöðrun & Grind – afturhjóladrif/fjórhjóladrif (RWD/AWD):
Framfjöðrun:
Skyllt er að nota verksmiðjustyrktu fjaðra/demparaturnana og þá grindar/boddýhluta sem áfastir eru þeim (þetta á líka við þann hluta sjálfberandi yfirbyggingar “unibody” sem tengt er fjöðrunartunum).
Tengja má fjaðar/demparatuna saman með styrktar stífum. Breyta má “boddýatáli” fyrir framan og aftan fjaðra/demparturna til að koma undir eins stórum dekkjum og flokksreglur leyfa. Efri festing á sambyggðum gormi/höggdeyfi (strut) verður að vera upprunaleg. Efsti hluti sambyggðs gorms/höggdeyfis verður að festat í efta hluta gorma/höggdeyfisturns eins og var upprunalega frá verksmiðju. Stillanlegar festingar fyrir framfjöðrun leyfðar. Neðri spyrnum má breyta og styrkja svo framarlega sem festingum við yfirbyggingu sé ekki breytt. Neðri festingu á sambyggðum gormi/höggdeyfi má breyta til að fá fram betri stillingu hjóla og rými. Fjaðraturna spöng (strut tower brace) “lower tie bar”, ballans stangir og takmörkuð “ströppun” á fjöðrum leyfð.
Hjólbarðar:
Öll keppnistæki í Super Street verða að vera á DOT merktum dekkjum. Radial dekk leiða ekki til hækkaðs þyngdarmarks. Breidd á mynstri dekkja má ekki vera meiri en 10,5” (26,25cm), belgbreidd má vera meiri. Hámarks hæð dekkja er 28” (71,12cm).
Slikkar ekki leyfðir.
Prjóngrindur (Wheelie bars).
Prjóngrindur ekki leyfðar.
Tímamörk (Performance):
Aðeins þeir bílar sem ná 14,99sek eða betri tíma geta keppt í þessum flokk.
Þyngdarmörk - Minnsta þyngd ökutækis með ökumanni á vigtarstöð og ráslínu.
Strokkar/Rotorar: 4/2r 5 6/3r
Framdrif (FWD) lbs (N/A) 1500 1750 2000
KG 681 795 909
Framdrif (FWD) lbs (nítró) 1700 1900 2100
KG 772 863 954
Framdrif (FWD) lbs (1 aflauki) 1800 2000 2200
KG 818 909 1000
Framdrif (FWD) lbs (2. aflaukar) 2000 2200 2400
KG 909 1000 1091
Strokkar/Rotorar: 4/2r 5 6/3r
Afturdrif (RWD) lbs (N/A) 1800 2200 2500
KG 818 1000 1136
Afturdrif (RWD) lbs (Nítró) 2000 2400 2700
KG 909 1091 1227
Afturdrif (RWD) lbs (1 aflauki) 2100 2500 2800
KG 954 1136 1272
Afturdrif (RWD) lbs (2 aflaukar) 2300 2800 3000
KG 1045 1272 1364
Strokkar/Rotorar: 4/2r 5 6/3r
Fjórhjóladrif (AWD) lbs (N/A) 1900 2300 2600
KG 864 1045 1182
Fjórhjóladrif (AWD) lbs (Nítró) 2100 2500 2800
KG 954 1136 1272
Fjórhjóladrif (AWD) lbs (1 aflauki) 2200 2600 2900
KG 1000 1182 1318
Fjórhjóladrif (AWD) lbs (2 aflaukar) 2400 2800 3100
KG 1091 1272 1409
N/A = Naturally Aspired (enginn aflauki)
Power Adder = Aflauki (Nítró, Turbocharger, Supercharger osf........).
Þyngdaraukar:
Ef ekki er notaður afturás sem kom með viðkomandi bíltegund: 100lbs – 48kg.
Ef ekki er notaður sá gírkassi sem kom upprunalega á vél: 100lbs – 48kg.
FWD bílar sem búið er að setja í raðskipta gírkassa (sequential) 150lbs – 69kg.
Ef notuð eru önnur DOT dekk en radial: 150lbs – 69kg.
FWD = Framhjóadrif.
RWD = Afturhjóladrif.
AWD = Fjórhjóladrif.
Skýringar fyrir alla flokka
Alkohól – Methanól. Sjá hreinleikatöflu í aðalreglum 1:9.
Forþjöppur = Afgasforþjappa (turbocharger), Beltisdrifin forþjappa með rótorum/snigli (roots type/scrwe type), reimdrifin miðflóttaaflsforþjappa (centerfugal supercharger) eða hverskonar forþjappa til að dæla lofti inn á mótor nema annað sé tekið fram í reglum.
Anti sway bars = Sérstakur útbúnaður í formi stanga sem settar eru undir bílinn til að varna því að yfirbygging vindi upp á sig.
Grindarbitar: Þegar talað er um standard grindarbita að framan er verið að tala um grindarbita sem eru eins og standard grindarbitarnir. Grindarbita má smíða upp svo framarlega sem þeir líta út eins og upprunalegir.
Nítró N2O plata með einni slá: Er nítró plata þar sem eitt rör með götum er fyrir nítró og eitt fyrir bensín og þau liggja samsíða eftir miðju plötunnar.
Nítró rofi – bensín rofi: Þarna er átt við segulrofana sem stjórna flæði N2O og bensíns inn á mótorinn.
Blow throug: Þarna er verið að árétta hvernig forþjöppubúnaður skal settur upp fyrir viðkomandi flokk. Forþjappan er látin blása niður um blöndung eða inn í innspýtingu við loftinntak.
Vinsamlegast kynnið ykkur aðalreglur Kvartmíluklúbbsins á http://www.kvartmila.is.