Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: SPRSNK on May 14, 2015, 03:46:56

Title: Svæðið okkar / vinnudagur
Post by: SPRSNK on May 14, 2015, 03:46:56
Hefur þú komið upp á braut nýlega?

Það er vel þess virði að fara í bíltúr og skoða framkvæmdirnar.

Svo er líka vinnudagur í dag, fimmtudag ...... vertu með, taktu þátt!

Nú vantar okkur nauðsynlega auka hendur upp á braut!
Á fimmtudagsmorgun kl. 9:00 þarf að undirbúa meðfram brautinni undir malbik.
Það vantar nokkra hrausta til að tína upp malbiksbrot og gras.
Við vonumst til að einhverjir sjái sér fært um að aðstoða okkur!
Title: Re: Svæðið okkar / vinnudagur
Post by: SPRSNK on May 16, 2015, 11:30:55
Einmitt!

Svaka líf á þessu spjalli :-)
Title: Re: Svæðið okkar / vinnudagur
Post by: Harry þór on May 16, 2015, 21:52:29
Það er alveg sorglegt hvað þetta spjall er lítið notað. Kanski er verið að dreifa þessu of mikið með þessum Facebook síðum.
Ég hvet menn og konur til að nota þetta meira, ég skal lofa að hætta að rífa kjaft.

Mbk harry þór
Title: Re: Svæðið okkar / vinnudagur
Post by: 1965 Chevy II on May 16, 2015, 23:41:02
Það er alveg sorglegt hvað þetta spjall er lítið notað. Kanski er verið að dreifa þessu of mikið með þessum Facebook síðum.
Ég hvet menn og konur til að nota þetta meira, ég skal lofa að hætta að rífa kjaft.

Mbk harry þór
Í guðana bænum ekki fara hleypa konum á alheimsvefinn !
Title: Re: Svæðið okkar / vinnudagur
Post by: Kristján Skjóldal on May 17, 2015, 12:17:01
 :D :D :D :D :D