Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: kiddi63 on March 05, 2004, 17:58:53

Title: Forvitni
Post by: kiddi63 on March 05, 2004, 17:58:53
Er að spá í hvað varð um þessa tvo vagna: Rauður Pontiac Ventura en ég er bara ekki klár á tegundinni á hinum  :?
Title: Forvitni
Post by: ljotikall on March 05, 2004, 19:28:24
þessi hvíti er lebaron og er inni skur á hrisateignum i toppstandi öruglega einn fallegasti bill a islandi... vona að þetta hjálpi eitthvað :D (en um hinn veit eg ekkert :( )
Title: Forvitni
Post by: Einar Birgisson on March 05, 2004, 22:49:28
LeBaron hmmmmmm
Title: Forvitni
Post by: S.Andersen on March 05, 2004, 23:46:09
Mopar ????? held ekki
Þetta er trúlega pontiac grand prix
ég er ekki hissa að Einar hafi ekki keypt að þetta væri Mopar


      Kveðja   S. Andersen
Title: Forvitni
Post by: ljotikall on March 06, 2004, 00:28:52
þetta er ´74 lebaron með rauðu pluss áklæði og stóru bensmerki aftur i glugga kallin sem a hann býr i raðhusalengju fyrir neðan mig 8)
Title: Forvitni
Post by: Moli on March 06, 2004, 01:12:58
þetta er ekki ´74 Le-Baron því hann lítur einfaldlega allt öðruvísi út, þetta er Pontiac Grand Prix, sennilega ´77, sjá mynd af ´77 Grand Prix...  :roll:

(http://i11.ebayimg.com/03/i/01/69/fc/c5_1_sb.JPG)
Title: Forvitni
Post by: kiddi63 on March 06, 2004, 01:40:38
Hér kemur hin myndin sem ég á af þessum bíl, kannski betra að sjá þetta út á henni.
Title: Forvitni
Post by: Moli on March 06, 2004, 02:39:01
framendinn á þessum er reyndar örðuvísi en á bílnum sem ég setti inn, sá bíll er reyndar SJ útfærlsa, en boddyið er alveg það sama. Ég veit um einn ´77 Grand Prix á Húsavík, ekki viss um hvort hann sé SJ eða ekki, ég held að spjallmeðlimur sem kallar sig "sveri" eigi hann, en hann er einmitt hvítur!  :roll:
Title: Forvitni
Post by: Jakob Jónh on March 06, 2004, 03:40:11
:roll: Sælir var hann ekki svartur bíllin sem sveri á?
Title: Forvitni
Post by: Moli on March 06, 2004, 13:09:20
ætla ekki að sverja fyrir það en mig minnti endilega að hann væri hvítur!  :oops:
Title: Forvitni
Post by: chevy54 on March 07, 2004, 19:48:44
hann er glimmer... og þessi grand prix er ´77 og var til sölu fyrir skömmu í toppstandi fyrir utan smá ryð! vona að þetta hjálpi eitthvað....
Title: Forvitni
Post by: Camaro 383 on March 10, 2004, 01:29:14
þessi kaggi er nú með Pontiac merki í framendanum... ekki satt

Kv Atli
Title: sælir
Post by: sveri on March 17, 2004, 18:30:43
sælir. þETTA er Grand prix. 73-6 árg. að ég held. Bíllinn minn ER svartur, VAR hvítur og þar á milli rauður. Bróðir minn keipti hann hvítann, með 400 vel. 1996 . Svo brotnaði drifið 97 og Vélin fór. þá var sett undir hann 9" 31 rillu´og vélin tekin upp. síðan seinna var hún tekin úr og fór oní cammmmman hjá Ívari M. og 455 pontiac hreifill  fenginn á ísafyrði sett volgt prik í og portuð hedd og eitthvað shine. Bíllinn málaður rauður (allt að því að vera bleikur) með hvítum vínil. Var á götunni að mig minnir í 2 eða 3 ár. stóð svo inni þangað til 22 ´júní 2001. ´Þá keipti ég hann. Þá var sett í hann MSD með öllu gramsinu sem því fylgdi. Bíllinn tekinn allur í geng aftur, vínillinn rifinn af og allur málaður aftur svartur með gylltu glimmeri ( sama glimmerdolla og þ4545 var málaður úr 1988) keiptar undir bílinn nýjar felgur sett í hann nýtt teppi og lappað upp á innréttinguna og eitthvað fleira skine. Ég á bílinn enþá fór með hann út árið 2002 fór í götumíluna 2002 og á sýninguna 17 júní á ak. Hann er búinn að standa inni síðan sept 2002 óhreifður. (búnað setjann nokkrum sinnum í gang). Hann er eftir því sem ég best veit allveg óriðgaður eða var það amk þegar ég fór með hann inn. OG EKKi til sölu að svo stöddu.
Title: mynd
Post by: sveri on March 17, 2004, 18:35:37
meira
Title: búnað skoða
Post by: sveri on March 18, 2004, 13:01:38
var að fletta þessu upp á netinu þessi hvíti er 1973. SJ/LJ er raunverulega eins .SJ eins og minn er með minni vél 301-350-400 ekki með T-topp og ekki leður. LJ er með 455, T-topp og yfirleitt leður