Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Gti-R on March 26, 2014, 14:38:24
-
Jæja , tók smá tíma að ákveða í hvaða flokk ég ætti að setja þennan þráð þar sem að ég var settur í bann síðast þegar ég skrifaði hér inn fyrir töluverðum tíma. En það skiptir ekki máli.
Fór og labbaði upp á braut um daginn og sá þar skilti ( eða plagg ) á félagshúsinu með mynd af mögulegu útliti á svæði kvartmíluklúbbsins eftir x ár. Í mynningu var einnig talað um einhversskonar "akstursæfingarsvæði" ( eða ökugerði ) og jafnvel "hringakstursbraut".
Mín spurning er sú hvort eitthvað sé að gerast í þessum málum eða hvort að allt sé á ís eins og virðist vera við Grindavíkurafleggjarann ( Ökugerði Íslands )? Það er náttúrulega blússandi áhugi hjá Ríkinu eða bæjarfélögum að setja pening í akstursíþróttir þessa dagana.
Kv. Daníel
-
Sæll
Þessi mynd sem er á húsinu er grunnur af því svæði sem við ætlum að byggja.
Í vetur var gerður samningur við Ökukennarafélag Íslands sem felur það í sér að þeir ætla að koma með sína kennslu upp á svæði hjá okkur. Það mál er í fullri vinnslu og ef allt gengur eftir þá munum við sjá fyrsta hlutan af því verkefni nú í vor.
Einnig er bærinn búinn að úthluta klúbbnum fjármunum á næsta ári (2015) til að malbika seinni helminginn af brautinni og bremsukaflann.
Í framhaldi af þessum framkvæmdum er það stefna klúbbsins að koma upp rúmlega 2 km langri hringakstursbraut á svæðinu sem fyrst.
Einnig er stefnan að laga aðeins til áhorfendaaðstöðuna í kringum brautina fyrir sumarið.
Síðan er í vinnslu að kaupa nýtt tímatökukerfi á brautina sem verður vonandi komið upp fyrir sumarið.
Nýjungar í þessu kerfi verða að við verðum með tímatökusellur á 4 stöðum á brautinni og síðan verður einngi búnaður sem sendir tíma beint á netið, bæði í tölvur og snjallsíma.
ég vona að þetta svari öllu sem þú varst að spyrja um.
-
=D> \:D/
-
Gargandi snilld, maður þarf greinilega að fara virkja sig og kíkja á fund! 8-)
-
Sæll
Þessi mynd sem er á húsinu er grunnur af því svæði sem við ætlum að byggja.
Í vetur var gerður samningur við Ökukennarafélag Íslands sem felur það í sér að þeir ætla að koma með sína kennslu upp á svæði hjá okkur. Það mál er í fullri vinnslu og ef allt gengur eftir þá munum við sjá fyrsta hlutan af því verkefni nú í vor.
Einnig er bærinn búinn að úthluta klúbbnum fjármunum á næsta ári (2015) til að malbika seinni helminginn af brautinni og bremsukaflann.
Í framhaldi af þessum framkvæmdum er það stefna klúbbsins að koma upp rúmlega 2 km langri hringakstursbraut á svæðinu sem fyrst.
Einnig er stefnan að laga aðeins til áhorfendaaðstöðuna í kringum brautina fyrir sumarið.
Síðan er í vinnslu að kaupa nýtt tímatökukerfi á brautina sem verður vonandi komið upp fyrir sumarið.
Nýjungar í þessu kerfi verða að við verðum með tímatökusellur á 4 stöðum á brautinni og síðan verður einngi búnaður sem sendir tíma beint á netið, bæði í tölvur og snjallsíma.
ég vona að þetta svari öllu sem þú varst að spyrja um.
Já , þetta gefur einhverja mynd og svör við því sem að ég spurði um , er töluvert spenntur fyrir því að það komi hringakstursbraut og ef hún er 2 km löng ætti að vera nóg af beygjum til að halda hraðanum innan þokkalegra marka. Svo ætti að vera töluverðir möguleikar að klúbburinn stækki þar sem flestir ef ekki allir sem eiga bíla ættu að geta skemmt sér þokkalega án þess að leggja allt undir í álagi á bílunum sínum.
Veistu hvort að það séu komin einhver drög að reglum í sambandi við hvaða eða hvernig bílar mættu aka hringasktursbrautina eins og td , númerslausir bílar , heimasmíðaðir og svo frv.? Eru væntanlega töluvert margir kvartmílubílar sem uppfylla ekki venjulegar kröfur hvað varðar skoðun :D
-
Sæll
Þessi mynd sem er á húsinu er grunnur af því svæði sem við ætlum að byggja.
Í vetur var gerður samningur við Ökukennarafélag Íslands sem felur það í sér að þeir ætla að koma með sína kennslu upp á svæði hjá okkur. Það mál er í fullri vinnslu og ef allt gengur eftir þá munum við sjá fyrsta hlutan af því verkefni nú í vor.
Einnig er bærinn búinn að úthluta klúbbnum fjármunum á næsta ári (2015) til að malbika seinni helminginn af brautinni og bremsukaflann.
Í framhaldi af þessum framkvæmdum er það stefna klúbbsins að koma upp rúmlega 2 km langri hringakstursbraut á svæðinu sem fyrst.
Einnig er stefnan að laga aðeins til áhorfendaaðstöðuna í kringum brautina fyrir sumarið.
Síðan er í vinnslu að kaupa nýtt tímatökukerfi á brautina sem verður vonandi komið upp fyrir sumarið.
Nýjungar í þessu kerfi verða að við verðum með tímatökusellur á 4 stöðum á brautinni og síðan verður einngi búnaður sem sendir tíma beint á netið, bæði í tölvur og snjallsíma.
ég vona að þetta svari öllu sem þú varst að spyrja um.
Já , þetta gefur einhverja mynd og svör við því sem að ég spurði um , er töluvert spenntur fyrir því að það komi hringakstursbraut og ef hún er 2 km löng ætti að vera nóg af beygjum til að halda hraðanum innan þokkalegra marka. Svo ætti að vera töluverðir möguleikar að klúbburinn stækki þar sem flestir ef ekki allir sem eiga bíla ættu að geta skemmt sér þokkalega án þess að leggja allt undir í álagi á bílunum sínum.
Veistu hvort að það séu komin einhver drög að reglum í sambandi við hvaða eða hvernig bílar mættu aka hringasktursbrautina eins og td , númerslausir bílar , heimasmíðaðir og svo frv.? Eru væntanlega töluvert margir kvartmílubílar sem uppfylla ekki venjulegar kröfur hvað varðar skoðun :D
Það er ekki neitt byrjað að hugsa um reglur fyrir þetta. það kemur um leið og framkvæmtir byrja.