Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Reginn on February 19, 2004, 20:39:13

Title: Þjapphlutfall ekki rétt.
Post by: Reginn on February 19, 2004, 20:39:13
Hefur einhver mælt þjapphutfall í vél? 'Eg fæ 8,30 í staðinn fyrir 9,35 sem nýju stimplarnir áttu að gefa vélinni. Kannast einhver við þessháttar ósamræmi?
Title: Þjapphlutfall ekki rétt.
Post by: snæzi on February 20, 2004, 18:17:21
hvernig vél er þetta ... og hvernig hedd ertu með ? 58cc ? 64cc ... osvfrv
Title: Þjapphlutfall ekki rétt.
Post by: Reginn on February 20, 2004, 22:51:35
Þetta er Rover mótor, heddið er 36 cc, pakkninginn er 2,6 cc og rúmmál fyrir ofan stimpil er 15 cc. Slagrými er 446 cc,

sem sagt 446 deilt með 53,6 = 8,32

Ég mældi þetta með ml. strautu með olíu og plexíglersplötu.

Takk fyrir að sýna þessu problemi áhuga, gott væri ef þú gætir komið á villu annars þarf heldur betur að skafa af heddunum.

Reginn
Title: Þjapphlutfall ekki rétt.
Post by: Hilmarb on February 21, 2004, 02:53:34
Heildarrúmmálið í hverjum sílender er þá 446+53,6=499,6 og svo deilt með 53,6 sem gefur 499,6/53,6=9,32
Title: Þjapphlutfall ekki rétt.
Post by: Reginn on February 22, 2004, 11:40:12
Það hlaut að vera. Gott að vera búinn að fá botn í málið. Takk fyrir mig.