Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Ásgeir83 on February 18, 2004, 21:42:42
-
Góða kvöldið, ég er í miklum heilabrotum (sem er vont) um hvort ég ætti að fá mér trans-am ´98 eða yngri eða fara alla leið og fá mér corvettu ´97 eða yngri, mig langar í svona bíl, en veit ekki með notagildið og bilanir, öll ráð vel þegin
Kv. Ásgeir
P.s ég veit ég þarf að eiga annan bíl með fyrir veturinn!
-
Ef þú hefur efni á C5 þá held ég að það sé ekki spurning. Væri það ekki þá fyrsta C5 vettan í eigi íslendings á klakanum?
Annars er kramið að mestu leiti það sama svo bilanir ættu ekkert að vera meiri.
Kv. Jón H.
-
Ég held örugglega að það sé amk 1 ef ekki 2 komnar á klakann, og önnur þeirra 99-00 árg, veit ekki meira
Kv. Ásgeir
-
Það var ein á vellinum og síðan kom ferðamaður á einni. Það getur vel verið að einhver íslendingur sé kominn á C5 en það hefur þá ekki farið mikið fyrir því.
Kv. Jón H.
-
Það var ein 98 blæju að lenda á klakanum.
-
Og er eigandinn eitthvað þekktur í kvartmíluheiminum??? Og er þetta eitthvað tjónaður bíll??
-
Formi á hana,hún er mjög lítið skemmd,hrikalega flott græja.