Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: ÁmK Racing on February 18, 2004, 14:46:31

Title: Hvað er að frétta af græjunum?
Post by: ÁmK Racing on February 18, 2004, 14:46:31
Nú ég er að græja Camaro.Erað styrkja mótorinn og ætla að kaupa transbrake,nítró og eitthvað fyrir sumarið.Nú Pabbi er að setja Mustanginn saman og mætir gallvaskur í vor.En þið eru þið að græja og gera.Höfum nú smá kvartmíluspjall.með race kveðju ÁrniMár Kjartansson.
Title: Hvað er að frétta af græjunum?
Post by: 1965 Chevy II on February 18, 2004, 17:23:29
Hvað meinarðu Árni kvartmíluspjall á kvartmíluspjallinu.....það er góð hugmynd.... eitt sinn er allt fyrst 8)

Ég er kominn með motorinn í skúrinn (frá Jens Racing Shop ) og er að bíða eftir skiptingunni (haaa Siggi drífa sig) tengdó kláraði að smíða þetta fína Backbrace á hásinguna í gær,smellti henni undir í gærkveldi,hún er orðin fjótandi núna v/laddana.

Milliheddið er klárt fyrir foggerinn (svo ég haldi í við þig :wink: )

Svo er glerjun og rafmagn framundan þegar skiptingin og motor er komið í.
Svo þarf ég að fara að komast til US aftur að ná í næsta pakka 8)

Kveðja
Frikki
Title: Meira svona
Post by: ÁmK Racing on February 18, 2004, 20:37:29
Þetta lítur vel út Frikki vonadi hangir þetta dót í lagi hjá okkur.En hvað með alla hina racerana er ekkert að gerast?
Title: Hvað er að frétta af græjunum?
Post by: maggifinn on February 18, 2004, 20:52:55
Það þýðir ekkert að ræða þetta við ykkur strákar, þið kjaftið alltaf öllu :lol:

 Hvað er þetta annars með þig herra Einar Birgisson afhverju ætlaru að eiga konverterinn?
Title: Það er allt á fullu allsstaðar!!!
Post by: Árni S. on February 18, 2004, 21:34:41
Djöfull er að heyra, menn eru bara að tjúnna! En það er annars chevy í megrun í skúrnum hér, kallinn alveg að verða vitlaus úr áhuga... og svo er nýja rellan á leiðinni...
Annars er maður að heyra ýmsar sögur, héðan og þaðan úr bænum. Vil nú ekki láta hafa einhverjar kjaftasögur eftir mér, menn geta bara séð sóma sinn í því að leyfa félögunum að fá smá eldsneyti á sálina.

Kv. Árni Samúel Herlufsen

Ps. Þið getið lesið allt um málið á linknum hérna fyrir neðan
Title: Hvað er að frétta af græjunum?
Post by: ÁmK Racing on February 19, 2004, 00:20:47
Málið er Maggi að ég á converterinn sem var í Novuni hjá Einari.
Title: Hvað er að frétta af græjunum?
Post by: Einar Birgisson on February 19, 2004, 08:28:28
Hafsteinn Valg á converterinn (Coan) sem ég var að nota í fyrra.
Title: Hvað er að frétta af græjunum?
Post by: phoenix on February 19, 2004, 23:16:22
það eru enn nokkur ár í að pontiacinn fari útúr skúrnum hjá mér :roll:  :oops:
Title: Hvað er að frétta af græjunum?
Post by: 1965 Chevy II on February 21, 2004, 22:09:19
Vá fjórir kaggar í vinnslu ha húhaaa skytturar þrjár bara nema hvað við erum fjórir :shock: stefnir í dapurt race season,jæja kæra dagbók allavega vorum við Grétar sveittir að slípa og mála,hurðarnar tilbúnar og fara á bílinn á morgun og frambrettin langt komin.

Vonandi eru félagarnir bara svona busy í skúrnum að þeir hafa ekki tíma fyrir svona dagbók :P
Title: Er ekki fullt í gangi??
Post by: Árni S. on February 21, 2004, 23:50:27
Ég held það sé bara fullt í gangi allsstaðar, verst að slúðurdrottningin lætur ekki sjá sig hérna til að uppfæra slúðrið...
En annars er það sem við á þessu heimili erum að heyra af er meðal annars:

Jenni með álhedd á monzuna
Stroker í Maverickinn hans Auðuns
Meiriháttar breytingar á Corvettunni hans Steingríms
Allt að verða vitlaust hjá Þórði í Willysinum
Turbo í Valiant hjá Friðbirni
Sigurjón Andersen er að gera góða hluti með Road Runnerinn

Annars er nú allt í lagi að gefa upp leyndarmálin núna, það styttist óðum í vorið og þetta á allt eftir að koma upp á yfirborðið hvort sem er... just spill it......
Title: Re: Er ekki fullt í gangi??
Post by: Moli on February 22, 2004, 03:17:18
...einhversstaðar heyrði ég að það væri á leiðinni suður frá akureyri ´69 múkki með 50? kúbikin
...að Chevy Nova með 5?? kúbik úr keflavík væri væntanleg upp á braut í sumar

... sel það ekki dýrar en ég keypti það  :roll:
Title: Hvað er að frétta af græjunum?
Post by: D440 on February 22, 2004, 13:46:25
'Eg heyrði að mussin væri með 514 cu og 600 hö og mundi keppa í mc svo væri komin 572 cu í svarta caprisin.
Title: Hvað er að frétta af græjunum?
Post by: 1965 Chevy II on February 22, 2004, 13:51:18
Þessi Nova er örugglega Sunset Orange og með 622cid
Title: Hvað er að frétta af græjunum?
Post by: Ívar-M on February 22, 2004, 16:58:16
og gott ef vettan mín stendur ekki fyrir utan verkstæðið sem þessi nova er inná 8)
Title: búr??
Post by: Árni S. on February 22, 2004, 20:03:18
það er eins gott að eigandi mussans verði með veltibúrið tilbúið heima á gólfi.... þetta hljómar einhvern veginn eins og MC menn sjái nýtt met í sumar 8)  8)
Title: Hvað er að frétta af græjunum?
Post by: Maverick70 on March 02, 2004, 01:41:59
vill leiðrétta eitt hérna, að það er enginn stroker í MAVERICK  hjá auðunni heldur einn líttill knastás ekkert merkilegra en það, kannski smá bensín.
Title: Hvað er að frétta af græjunum?
Post by: Einar K. Möller on March 11, 2004, 01:22:06
en hvað með álheddin og 408 kúbikin ? o.fl  8)
Title: ????
Post by: Árni S. on March 11, 2004, 02:15:31
Hann málar þau bara... :lol:  :lol:
Title: Hvað er að frétta af græjunum?
Post by: Moli on March 24, 2004, 23:49:07
(http://images.cardomain.com/member_images/8/web/320000-320999/320522_101_full.jpg)

er þessi ekki líka á leiðinni upp á braut í sumar, fluttur inn síðasta haust og ku vera með 400 cid turbo?
Title: Hvað er að frétta af græjunum?
Post by: Einar K. Möller on March 25, 2004, 00:03:17
301 og Turbo síðast þegar ég vissi en er að fá 428cid ef það er ekki hreinlega búið bara.