Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: ljotikall on February 17, 2004, 16:43:04

Title: ´68 camaro
Post by: ljotikall on February 17, 2004, 16:43:04
veit einhver hvaða ´68 camaro þetta var sem var til sölu i fréttablaðinu 15.feb... lumar einhver á myndum af þessum bil eða á upplýsingum um ástand.. eina sem stóð var að hann væri með 350vél og 4gíra beinskiptingu(verð 290þús)
Title: ´68 camaro
Post by: Moli on February 17, 2004, 20:46:00
ég gat nú ekki séð neina auglýsingu um ´68 camaro á 290 þús. var þig ekki bara að dreyma þetta??  :lol:
Title: Re: ´68 camaro
Post by: gtturbo on February 18, 2004, 08:48:52
Quote from: "ljotikall"
veit einhver hvaða ´68 camaro þetta var sem var til sölu i fréttablaðinu 15.feb... lumar einhver á myndum af þessum bil eða á upplýsingum um ástand.. eina sem stóð var að hann væri með 350vél og 4gíra beinskiptingu(verð 290þús)


Þetta var ´68 camaro í uppgerð. Það var búið að pússa hann niður og grunna að einhverju leyti.
Það þarf að skipta um öll brettin á honum og húddið er mjög "spes"!
Ég held að vélin sé nokkuð efnileg og hún lítur vel út, búið að mála hana alla upp á nýtt, kominn nýr lofthreinsari, nýir spyrnubúkkar og margt annað nýtt!

En það þarf annars að vinna helling í þessum bíl því að t.d. hefur verið soðið í gólfið á ýmsum stöðum og það þarf að vinna það uppá nýtt til að það sé nógu gott, frekar gróf suða!
Einnig þarf að kaupa ný teppi í gólf, klæðningu í loft, ný hurðaspjöld, nýtt skottlok og sjóða all duglega í skottbotninn!

Fyrir þennan 290þús kall held ég samt að þetta sé fínn díll!
Title: ´68 camaro
Post by: sveri on February 18, 2004, 19:28:20
ég veit að gísli G átti 69/70 að ég helt sem er búið að græja ietthvað svona var gangfær og solleiðis þegar að ég hitti hann í sumar.....´Ætli þetta sé ekki bara hann
Title: ´68 camaro
Post by: Ásgeir Y. on February 23, 2004, 22:58:12
þetta er '68 bíll sem var rúllaður blár(eða hrikalega illa sprautaður) og var með 327 mótor
Title: ´68 camaro
Post by: Ívar-M on February 24, 2004, 16:59:19
er þetta kansnki sá sem var auglístur fyrir sona 2 árum þá í lelegu ástandi dökkblár,?
Title: ´68 camaro
Post by: Nonni on February 24, 2004, 17:10:04
Ég sá þennan síðastliðið haust og þá var búið að gera helling fyrir hann.  Það er allt annað að sjá bílinn núna en fyrir tveimur árum.

Mér skildist á eigandanum (sem átti hann í sumar) að hann hefði keypt boddýhluti að utan, og ofan í húddið var komin 350 við 4 gíra kassann.  Á gólfinu var orginal 327 vélin svo að það ætti að vera lítið mál að gera bílinn number matching ef menn vilja það.

Ég frétti í gær að bíllinn væri seldur, og það kæmi mér ekki á óvart að hann væri á leið útá land.

Kv. Jón H.
Title: hum
Post by: Jóhannes on October 13, 2005, 23:10:22
hvaða bíll er þetta ??? mynd :?:
Title: ´68 camaro
Post by: Gulag on October 14, 2005, 13:15:50
er þetta þá ekki sá sem Gilbert úrsmiður átti?  
var upphaflega ljósgrænn, en Gilbert lét sprautann dökkbláann.
Title: ´68 camaro
Post by: kiddi63 on October 14, 2005, 15:55:05
Quote
þetta er '68 bíll sem var rúllaður blár(eða hrikalega illa sprautaður) og var með 327 móto



Eruð þið ekki bara að tala um bílinn hans Jón Þórs hérna í Keflavík???
Hann var mjög illa málaður og ljótur, með 327 og beinskiptur og var uppí breiðholti áður en hann fékk hann.
Ég gat nú engan veginn skilið á honum um daginn að hann væri að fara selja., þvert á móti, hann er búinn að kaupa helling í hann og ekkert verið að spara það.