Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: firebird400 on February 11, 2004, 22:35:19
-
Sælir ég var að velta því fyrir mér hvort einhverjir lumuðu á myndum af tvem cudum sem pabbi minn átti hérna í denn, báðar báru þær númerið Ö728. Önnur er 1970 383 magnum sjálfskipt og var rauð með svörtum vinil topp, hin er 1971 340 beinskipt og var gul með svörtum vinil topp. Ef einhverjir eiga myndir þá endilega setjið þær hérna inn. Einhvertímann þegar ég var gutti þá sá ég myndir af þessum bílum og hef verið hooked á bílum síðan, þær myndir eiga eflaust stórann ef ekki allann þátt í því að ég á gamlann bíl í dag. Með fyrirfram þakkir ! Aggi.
-
...hin er 1971 340 beinskipt og var gul með svörtum vinil topp...
það getur verið að þessi bíll sé staddur á reyðarfirði í dag, ég vissi af 2 cudum þar, annar var að mig minnir ´71 með 340 og beinskipt, hinn var ´70 bíll original 6cyl, rauður í dag en var grænn, ég held að maður er kallar sig "hebbi" hérna á spjallinu hafi átt hann og selt hann austur, þessir 2 bílar standa að mér best vitandi úti á túni fyrir austan í algjörri niðurnýslu. Einhverntíman póstaði einhver myndum af þessum Cudum hérna inn á spjallið, annars getur vel verið að MOPAR sérfræðingarnir hérna á spjallinu geti svarað þér eitthvað betur! :roll:
-
Varstu að tala um svona tæki?
Það er einn svona á Djúpavogi svo til ónýtur af ryði Á mynd einhversstaðar af honum tekna ´94.
Sigtryggur H
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&item=2464967021&category=6409
-
Endilega reyndu að finna hana ég yrði afar þakklátur og eflaust gamli maðurinn hann pabbi minn enn frekar. Hann hefur lengi velt því fyrir sér hvað varð af þeim :D
-
71 cuda
-
er þetta er semsagt staðan á honum í dag?? lumarðu ekki á mynd af hinum?
-
hinn endaði að hluta til í kapelluhrauninu í kringum 85 partur af honum er í rauða 70 bílnum t.d. húddið og aftursvuntan og eflaust eitthvað fleira, en af þeirri skel á ég enga mynd