Markaðurinn (Ekki fyrir fyrirtæki) => BÍLAR til sölu. => Topic started by: Stormy on August 08, 2013, 16:10:24
-
Til sölu er BMW E30 325 '90
(http://farm9.staticflickr.com/8187/8428598416_2a80b011b7_z.jpg)
Bíllinn byrjaði líf sitt sem 316i árið 1990 hjá fótboltafélaginu 1811 München sem snattari, kona fædd 69' kaupir hann þegar hann kemur til landsins 1994.
hún á hann til 1997, þá kaupir önnur kona hann fædd 45' og á hann til 2007.
ungur strákur kaupir hann síðan og lætur Aron jarl setja 2,5l 170 hö M20B25 mótor í bílinn sem átti þá að vera ekinn 160.000 bíllinn sjálfur var þá ekinn ca 90.000,
ásamt coil-over fjöðrunarkerfi og síðar SportMax 501 felgum.
Ég kaupi síðan bílinn með bróður mínum seinni part árs 2007. Mótorinn brenndi töluverðri olíu og endaði á að ofhitna og heddpakningin fór.
ég tók þá mótorinn í spað, hónaði sílendra og skipti um allar pakkdósir, legur, stimpilhringi, þéttingar og hvaðeina.
setti í hann stimpla með 9.7:1 í þjöppu í stað 8.8:1 og JimC tölvukubb sem að gerði hann töluvert sprækari.
(http://farm4.staticflickr.com/3339/3218133471_69cd9760e6_z.jpg)
Ég tók síðan coil-over kerfið úr bílnum vegna þess að bíllinn var svo lágur og grjótstífur að það var hundleiðinlegt að keyra hann, ég fékk síðan í hann M-tech gorma.
ég keypti bílinn síðan allveg af bróður mínum 2011 og hóf þá algera uppgerð.
Bíllinn var þá tekinn allveg í spað og gert við allt ryð sem fyrir fannst. meðal annars skipt um gluggapóst undir framrúðunni $$$
allur bíllinn unninn undir málningu og sprautaður af sprautara sem er í vinnunni hjá mér.
sprautunin var þó ekki jafn góð og vonast var eftir og fékk ég því Árna Sezar til að matta hann niður aftur og mála hann í Lemans Blue lit.
hann málaði líka alla lista á bílnum satin svarta.
þetta er svona helsta sagan, síðan er það sem hefur verið keypt og fleira:
Ný frambretti.
öll ljós að framan ný $$$.
Xenon í aðalljósum.
Nýr rafgeymir
allar bensín og bremsulagnir nýjar, endalaust af sérpöntuðum smáhlutum.
allar spyndilkúlur að framan.
Taumottur og leður M-tech gírhnúi með ljósi frá Schmeidmann.
Mtech 1 leðurstýri og ég setti síðan í hann Recaro sportsæti.
Gardína í afturrúðu.
Is framsvunta.
KENWOOD græjupakki. KENWOOD 4*50 mosfet spilari (með rauðri lýsingu í stíl við mælaborðið)
ásamt 4 x 13cm 140w 2 way KENWOOD hátölurum. ÞRJÁR 10“ JL AUDIO í sérsmíðuð boxi fyrir E30 ásamt BOSS magnara.
Z3 skiptiarmur (shortshifter)
Framrúðan er ný og listar á fram og afturrúðu.
Felgurnar voru pólýhúðaðar í vor en eru á slöppum dekkjum.
einnig á ég 14" Bottelcaps felgur með nýjum vetrardekkjum og aðrar 15" AEZ spólfelgur á sæmilegum dekkjum.
síðan á ég helling af varahlutum, svosem gírkassa og nýja kúplingu,
heilt 325 rear-subframe með poly fóðringum og diskabremsum
2x lítil drif eitt 4.10 hlutfall og eitt 3.64
síðan er í bílnum stórt 3.73 25% læst drif $$$
(http://farm3.staticflickr.com/2834/9466396958_983953e392_z.jpg)
(http://farm8.staticflickr.com/7282/9463618333_1f91f6b6e0_c.jpg)
(http://farm9.staticflickr.com/8354/8366139393_022519466c_z.jpg)
(http://farm6.staticflickr.com/5452/9466398252_2f150f9a1c_c.jpg)
(http://farm9.staticflickr.com/8064/8217630415_6de4b62df3_c.jpg)
Eins og sjá má hefur ansi margt verið gert á þeim tíma sem ég hef átt bílinn, mun meiri tími hefur farið í að gera hann upp heldur en að keyra hann.
enda hefur hann aðeins verið ekinn 15.000 km á síðustu 5 árum.
Það hefur aldrei staðið til að selja hann en ég er að byrja í mjög dýru námi í haust og því er þetta raunin.
þetta ævintýri fór hressilega fram úr fjáráætlunum og hef ég eytt ca 1.6 milljón + vinnu í heildina. en það er nú þannig með svona bíla
að maður fær yfirleitt ekki til baka það sem maður setur í þá.
Ég set á hann 1290 þús en skoða öll tilboð og skipti.
Mbkv. Styrmir 846-3448
(http://farm9.staticflickr.com/8331/8428598066_daf50da180_z.jpg)