Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: svenni bmw on April 22, 2013, 17:44:08

Title: 350 LT1 mótor
Post by: svenni bmw on April 22, 2013, 17:44:08
Er með olíuleka aftan úr LT1 held að það sé sveifarásinn frekar en millihedd, var að spá í hvort það væri heil pakkdós aftan í sveifarás eða 2 þéttingar móti hvor annari eins og í sumum v8???' :roll:   kveðja svenni
Title: Re: 350 LT1 mótor
Post by: -Siggi- on April 22, 2013, 22:07:13
Það er pakkdós aftan á þessu en annars eru þessar vélar þekktar fyrir að leka undan milliheddinu.
Ég mundi skoða það fyrst.
Title: Re: 350 LT1 mótor
Post by: svenni bmw on April 23, 2013, 08:59:39
Ok, gott að vita held reyndar að það sé frekar erfitt að sjá þarna á bakvið nema kannski með einhverju spegladóti...
byrjum á því :shock:  kv, svenni
Title: Re: 350 LT1 mótor
Post by: 318 on April 23, 2013, 21:28:42
átt allveg að geta séð þetta neðan frá hvort það lekur með milliheddinu, henda honum á liftu og vera með gott ljós
Title: Re: 350 LT1 mótor
Post by: Caprice Classic on April 24, 2013, 20:10:13
Það er ekki heil pakkdós er í tveimur hlutum og það er mjög algengt að sbc smiti/leki með þeim
Title: Re: 350 LT1 mótor
Post by: -Siggi- on April 24, 2013, 22:32:37
Það er víst pakkdós á þessum vélum.
Allar sbc eftir 86 eru komnar með pakkdós.
Title: Re: 350 LT1 mótor
Post by: Hjörvar on April 24, 2013, 23:42:58
það er pakkdós að ég best veit, og ef hún er farinn að leka þá er möguleiki að setja white sprit saman við gömlu mótor olíuna og láta hann ganga í 10 mín og skifta svo um olíu á mótornum. veit að þetta hefur virkað þá það geri það ekki í öllum tilvikum.