Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Boddi-fordari on February 09, 2013, 17:57:45
-
Sælir félagar, Vantar eigandarferil af þessari 66 impala sem hann frændi minn heitinn átti, væri allveg glæsilegt ef einthver gæti sett það inn fyrir mig, takk kærlega.
Númerið á honum er BH969 / R44305
-
Sæll, það er bara einn skráður eigandi, sá sami frá 1975-1986 (afskráður þá) og alla tíð á R-44305.
-
Var þetta hvít 2ja dyra?
-
Er þetta ekki þessi sem var alltaf á Shell stöðinni á Seltjarnarnesi og stóð seinna meir á Langholtsveginum.Birgir heitir sá sem var með bílinn á Langholtsveginum.Skildist einhvern tíma á Bigga að bílnum hefði verið hent.
-
Er þetta ekki þessi sem var alltaf á Shell stöðinni á Seltjarnarnesi og stóð seinna meir á Langholtsveginum.Birgir heitir sá sem var með bílinn á Langholtsveginum.Skildist einhvern tíma á Bigga að bílnum hefði verið hent.
Það er sá sem ég er að tala um, 283 og three on the tree.
Hét að mig minnir Heiðar sem átt hann.
-
Þetta er umræddur bíll.
-
Ef þið eruð að tala um bílinn hans Bigga sem býr á Langholtsveginum þá er sá bíll til enþá og er að því er ég best veit í uppgerð hjá Bigga. Síðast þegar ég vissi var í honum 350 small block og 3ja gíra beinskiptur í stýri. :)
-
Var hann ekki hvítur þessi sem stóð á Langholtsveginum, hvaða árgerð er hann? Ég man eftir honum þarna amk. í kring um 1997-2000, var hann ekki notaður í auglýsingaherferð fyrir Egils Orku sumarið 1998, minnir að fígúra að nafni Friðrik 2000 hafi komið þar við sögu?
Kannski annar hvor þessara? :-k
-
Jú,bíllinn hans Bigga var/er hvítur árg 1966, held örugglega að hann sé á efri myndinni finnst hann amk kunnuglegur á myndinni,kannast allavega ekki við hann með þetta skóp,jú ég man að hann var með hann í þessari orkuauglýsingu. :)
-
Moli er þetta kanski sami bíll :?:,í smá svona racebúningi þarna á neðri myndinni. :)
-
Var hann ekki hvítur þessi sem stóð á Langholtsveginum, hvaða árgerð er hann? Ég man eftir honum þarna amk. í kring um 1997-2000, var hann ekki notaður í auglýsingaherferð fyrir Egils Orku sumarið 1998, minnir að fígúra að nafni Friðrik 2000 hafi komið þar við sögu?
Kannski annar hvor þessara? :-k
Þessi á efri er sá sem var í eigu Heiðars sem var að vinna hjá Shell á nesinu.
-
Efri myndina tók ég fyrir utan leikskóla uppí Fellahverfi í Breiðholti mögulega um 1994.......
-
Ég held að bíllinn með röndunum sem er tekin í Vesturberginu sé ekki umræddur bíll. þ Það var örugglega annar svona bíll sem var rauður.Og bíllinn hans Bigga var ekki með neitt húddskóp.