Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: motors on January 22, 2013, 23:36:02
-
Er það málið með dekk á bílum sem eru í langri geymslu t.d vetrargeymslu að dekkin geti aflagast ef bílinn stendur á steyptu gólfi þeas ef bíllinn er ekkert hreyfður? Þarf með öðrum orðum að hreyfa bílinn reglulega til að koma í veg fyrir að dekkin skemmist? :-k. Sá til sölu í Summit bæklingnum þar til gerða gúmmiklossa til að koma í veg fyrir þetta. Myndi það hjálpa að láta bílinn standa á mýkra undirlagi td einhverjum gúmmímottum til að sleppa við að skemma dekkin.? var bara að pæla...... :-k
-
Þau geta aflagast, hef sjálfur lent í því, en yfirleitt jafna þau sig fljótlega eftir að það er búið að hreyfa bílinn aðeins, amk. í mínu tilviki. Langbesta langtímageymsluaðferðin er að geyma bílinn á búkkum.
-
Takk Moli,hef heyrt þetta með búkkana. :)