Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: SPRSNK on December 19, 2012, 18:41:43

Title: AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands
Post by: SPRSNK on December 19, 2012, 18:41:43
Á morgun kl. 16:00 verður stofnað Akstursíþróttasamband Íslands á grunni Akstursnefndar ÍSÍ sem starfað hefur sl. ár.

Til hamingju akstursíþróttamenn og -konur!
Title: Re: AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands
Post by: Moli on December 19, 2012, 19:49:55
Flott, verður engin stofnfundur?
Title: Re: AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands
Post by: SPRSNK on December 19, 2012, 20:33:54
Flott, verður engin stofnfundur?

Jú, á morgun kl. 16:00 - fulltrúar héraðssambanda og akstursíþróttaklúbba sitja stofnfundinn.
Title: Re: AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands
Post by: Jón Bjarni on December 20, 2012, 21:02:46
þetta afrekaði að koma í fréttirnar :)

http://ruv.is/sarpurinn/frettir/20122012/nytt-sersamband-isi (http://ruv.is/sarpurinn/frettir/20122012/nytt-sersamband-isi)
Title: Re: AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands
Post by: radiogaga81 on December 20, 2012, 22:24:46
þetta finnst mér ekki vera afrek, frekar sjálfsagður hlutur og löngu kominn tími á þetta
Title: Re: AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands
Post by: 1965 Chevy II on December 20, 2012, 22:40:24
Það er búið að vera að rembast við þetta í hátt í 10 ár þannig að þetta er afrek. Annars var Jón Bjarni að benda á að það væri afrek að þetta skyldi komast í fréttir.
Title: Re: AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands
Post by: Kimii on December 21, 2012, 03:01:00
þá er spurning hvort við komumst í fréttirnar með keppnirnar svona víst að þetta er orðið löggild íþrótt á þessu skítaskeri.
Title: Re: AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands
Post by: Hr.Cummins on December 27, 2012, 07:41:09
hvað ætli sé nú langt í íþróttavöllinn okkar, sem að ríkið ætlar að borga... svona rétt eins og alla sparkvellina sem að kosta formúgu fjár  :mrgreen: