Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Zaper on January 15, 2004, 18:15:19

Title: grand prix
Post by: Zaper on January 15, 2004, 18:15:19
muniði eftir þannig bíl, "77held ég hvítur með t-topp.
var á sýningu kringum"80 og þar hafnaði eigandinn 7,2 miljóna boði í fákinn. vit einhver hvort þessi bíll sé ónýtur, finst líklegt að ég sé með framendann af þessum bíl uppi á vegg í skúrnum.
hvað eru 7,2 1980 annars í dag :oops:
Title: grand prix
Post by: Moli on January 16, 2004, 10:07:40
kannski getur "sveri" svarað þér, hann á ´77 Grand Prix  :!:
Title: grand prix
Post by: Zaper on January 16, 2004, 17:20:12
já þetta er eins bara með t-topp
Title: Hérna er hann
Post by: Vettlingur on January 18, 2004, 16:43:37
Stafræn mynd af  ljósmynd af bílnum sem ég tók á umræddri sýningu. Skannarinn bilaður.

Maggi :twisted:


(http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/images/167-1049-8244.jpg)
Title: vá!
Post by: sveri on January 24, 2004, 16:34:47
Nei ég veit ekki hvað varð um þennann bil. en bróðir minn athugaði fyrir ca 3 árum og þá var búið að skrá alla ónýta nema minn. það voru fluttir inn 7 og 1 eftir. OG ég get nú svosem allveg látið minn á 7 millur ef að einhver vill borga  :lol:  :lol:  :lol:  :P
Title: grand prix
Post by: Firehawk on January 25, 2004, 14:41:06
7 milljónir fyrir gjaldmiðilsbreytingu urðu að 70.000 kr.

Ég er alveg til í að versla bílinn hans Svera fyrir 70.000 kr.  :P

-j
Title: 70 neitakkhjartanlega fyrir þaðþ
Post by: sveri on January 25, 2004, 21:27:50
njeee.... ég held að ég geti nú bara átt hann ef að ég fæ ekki nema   70 sundkalla fyrir hann :) Hann kostar mig nú ekki mikið á ári á meðan að hann stendur inni í skemmu. Þar sem að hann er búinn að standa síðan í sept 2002 (já ég dauðskammast min fyrir það). Eg þarf að láta klæða hann í vor. Hvað heitir aftur maðurinn (ég held að hann eigi maveric) sem að er/var mikið í því að klæða fornbíla?
gott ef að hann er ekki annaðslagið inni á spjallinu?[/quote]
Title: Klæðning
Post by: BB429 on January 25, 2004, 22:38:24
Hann heitir Auðunn Jónsson og er á Kársnesbrautinni í Kópavogi.  Þú nærð á hann í síma 897-6537
Title: Diskó pimp gran prix
Post by: JONNI on January 26, 2004, 01:36:44
Þessi hvíti Gran Prix sem er verið að tala um var í eigu Björns ''staurfóts'' Blöndal ljósmyndara og hann keyrði á honum þar til um 87 eða 88 en þá var hann sendur til Stjána meik til að gera við hann, hann stóð lengi úti og var búið að brjótast inn í hann og fleira, bílnum var hent um 1990 en kramið var víst til einhversstaðar.

Kveðja, Jonni.