Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: trommarinn on December 15, 2012, 20:48:12

Title: nova 78, 4door
Post by: trommarinn on December 15, 2012, 20:48:12
smá sýnishorn af nýja bílnum.

mótor 327 sbc með th350 skiptingu aftaná, ágætis mótor þarf að fínstilla og græja betur.

boddý illa málað en nánast riðlaust, einhverjar beiglur en ekkert stórvægilegt.

Fínar felgur, farið að falla aðeins á þær. þarf bara að taka þær í gegn.

innrétting ágæt, ekkert svosem að setja útá nema nudd hér og þar og ljótt teppi.

Ekkert plan svosem með hann ennþá nema hotrod/ölvagn/rúntari/gamaldags!

Title: Re: nova 78, 4door
Post by: Hr.Cummins on December 18, 2012, 18:15:48
3 bókstafa númer... hvenær var þetta flutt inn ?

annars skil ég ekki hype-ið yfir late 70's GM...

Gæti samt orðið flottur með smá ást og yfirhalningu..
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: trommarinn on December 18, 2012, 19:14:38
fluttur inn 2008 eða 9....það var nú bara hugmyndin að fara á fyllerí á þessum bíl til að byrja með haha  :mrgreen:
væri örugglega mjög fínn og töff með svolítilli yfirhalningu
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: trommarinn on December 18, 2012, 20:41:01
En að öllu gamni slepptu þá fékk ég þennan bíl á klink og þetta er bara ágætis efniviður í einhvað flott.
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: Runner on December 19, 2012, 11:48:28
þetta er ekta í ölið  8-)
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: Ramcharger on December 19, 2012, 12:01:16
Átti eina svona sem var reyndar brún að utan en eins og þessi að innan.
Setti í hana stóla sem ég náði í upp í Vöku úr "73 novu.
En djö....... eyddi kvikindið, 3/4 úr tank frá RVK og í Borgarfj.
250 six og TH250
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: trommarinn on December 19, 2012, 12:39:31
djöfull hefur hún eitt þessi lína! fór með einhvern 3000kall frá RVK og á hellu :D
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: diddi125 on December 19, 2012, 12:50:34
mín 250 6 cyl lína er að eyða 26 lítrum á hundraði, þetta er svo kraftlaust að maður þarf alltaf að vera nánast í botni til þess að halda í við aðra bíla sem keyra á löglegum hraða  :mrgreen:
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: Ramcharger on December 19, 2012, 14:11:11
Mín komst ekki hraðar en 140, alveg í teppinu.
Hélt að hlutfallið væri eitthvað undarlegt en nei 2,73:1 eins og í þeirri gömlu
sem var með 230 six og powerglide og kom henni í 180.
Ekki eyddi hún svona fáránlega.....
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: diddi125 on December 20, 2012, 12:16:31
minn fer nú hraðar en það :mrgreen: hann gengur líka það hratt að hann fer í 35 km í hægaganginum :roll:
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: Brynjar Nova on December 20, 2012, 20:59:20
þeir geta alveg verið töff þessir fákar  8-)
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: trommarinn on December 25, 2012, 20:36:02
ja þessi lookaði hjá þér brynjar.

aðeins búinn að sjæna vélasalinn.
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: diddi125 on December 25, 2012, 23:40:47
notaðiru bara spreibrúsa?
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: trommarinn on December 26, 2012, 00:00:27
meira svona þreif þetta bara allt upp með olíuhreinsi og vatni.
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: diddi125 on January 06, 2013, 00:35:19
já okei þetta er mikklu betra svona :D
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: Runner on January 06, 2013, 12:02:45
góður :D
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: trommarinn on April 14, 2013, 15:52:33
jæja einhvað búinn að vera dunda mér í þessum. allt að koma en mikið eftir samt   :wink:

hreinsaði allt lakk af bílnum og alveg niður í járn og lét vaða á bílinn lakk! bekkirnir eru í bólstrun. skiptingin kominn undan og er að fara í upptekt. allskonar drasl á leiðinni frá U.S.A og slatti af drasli komið t.d. flækjur, teppi og þéttikantar.
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: diddi125 on April 14, 2013, 16:26:49
gerðiru cowl hood sjálfur eða keyptiru það?????
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: trommarinn on April 14, 2013, 17:31:30
gerði það sjálfur,  mikil vinna..... ég geri þetta sennilega aldrei aftur haha   :D
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: diddi125 on April 14, 2013, 17:41:12
hehe okei, gerðiru þetta bara ekki svona?

(http://i52.tinypic.com/308ayvp.jpg)

(http://i53.tinypic.com/5u4xv7.jpg)

(http://i52.tinypic.com/zthtee.jpg)
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: trommarinn on April 14, 2013, 17:44:51
ansi nálægt þessu allavega.  ertu að pæla í að gera það sama við þinn ?
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: diddi125 on April 14, 2013, 18:01:30
já mig langar allavega einhvern tíman í cowl hood en langar samt meira í plát húdd, annars ætla ég að einbeita mér að kraminu áður en ég fér í að láta hann looka
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: trommarinn on May 04, 2013, 12:43:38
mig vantar nokkra hluti!

afturljós
rammana í kringum framljósin
14" dekk, há og breið

bráðvantar þetta dót!
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: pal on May 05, 2013, 22:18:41
Hér er ágætis hugmynd hvernig er hægt að gera þessa bíla virklilega fallega.  En er mjög ánægður með þig að taka þennan að þér.
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: trommarinn on May 07, 2013, 19:23:47
Takk fyrir það. Væri eina vitið að setja hann samt á 17" felgur, eða hvað? Eða bara hafa hann á minni felgum með meiri prófíl...
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: diddi125 on May 07, 2013, 19:36:52
minni felgur með meiri prófíl!!!!
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: Yellow on May 08, 2013, 04:47:21
minni felgur með meiri prófíl!!!!


Neei gauur,,, 18' á Lowprofile er málið á hann  8-) :lol: :lol:
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: tommi3520 on May 10, 2013, 08:46:32
Heyrðu tær snilld að hafa hent honum í málun, og húddið kemur vel út líka!!

þessar krakka racing stripes sem voru á honum voru ekki að gera sig frekar en gamla lakkið!

glæsilegt!
Title: Re: nova 78, 4door
Post by: trommarinn on May 10, 2013, 14:08:41
ja þetta var allt frekar subbulegt.

nýtt! búinn að panta:

afturljós, þéttikant í skott, rammana í kringum frammljósin og fjóra hurðahúna(króm)