Kvartmílan => Myndir og video frá viðburðum Kvartmíluklúbbsins => Topic started by: Skúri on November 19, 2012, 18:33:07

Title: Sandspyrna á Hrauni í Ölfussi ´78
Post by: Skúri on November 19, 2012, 18:33:07
Þetta er videó af fyrstu sandspyrnukeppninni ´78.
Þessi keppni mjög merkileg í sandspyrnusögunni þar sem þetta var fyrsta keppninn sem keppt var á skófludekkjum hérna á Klakkanum.
En það voru þeir kappar Hlöðver Gunnarsson og Benni Eyjólfs, það reyndar gaman að segja frá því að upphaflega ætlaði Hlöðver að keppa á Terrum sem hann átti og var búinn að setja jeppan upp fyrir þær meðal annars með að smíða fourlink fjöðrun undir hann, en svo fékk hann símhringingu seint um kvöldið fyrir keppni og þá var það Hafsteinn Skafrenningur búinn að skemma 401 mótorinn sinn svo hann bauð Hlöðveri að fá dekkin lánuð, Benna til mikillar gremju þar sem Hlöðver átti ekkert að fá að vita af þessu dekkjum  ;D

Ps. eins og fleiri videó sem ég hef sett hérna af þessu gersemum frá þeim Finnbjörnson feðgum þá eru gæðin ekkert sérstaklega mikil en miklar heimildir enga að síður.

Sandspyrna ´78 í Hrauni í Ölfussi (http://www.youtube.com/watch?v=6N29HVZS63o#)
Title: Re: Sandspyrna á Hrauni í Ölfussi ´78
Post by: Guðmundur Björnsson on November 20, 2012, 08:02:28
Gaman að horfa á þessa upptöku og góð saga sem fylgir :D

Title: Re: Sandspyrna á Hrauni í Ölfussi ´78
Post by: Ramcharger on November 20, 2012, 17:11:50
Frábært video =D>

Þessi bláa Nova þarna, er búið að setja fjaðrirnar ofan á hásinguna?
Ekkert smá sem hún stendur á nefinu.