Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on October 21, 2012, 12:28:27

Title: Svartur 69 Camaro
Post by: Moli on October 21, 2012, 12:28:27
Kannast einhver við þennan? Sýnist þetta vera 69 bíll frekar en 68 með eitthvað sem ég ekki átta mig á á húddinu.

Mynd tekinn í Lækjargötu nítjánhundruðáttatíuogeitthvað?
Title: Re: Svartur 69 Camaro
Post by: 10.98 Nova on October 21, 2012, 14:05:46
Maggi er þetta ekki Y43 hann var með SS ristar á húddinu.
Var örugglega eini svarti 69 bíllinn á götunni á þessum tíma.
Title: Re: Svartur 69 Camaro
Post by: Moli on October 21, 2012, 15:00:56
Jú, mjög líklega, vildi fá álit annara en að öllum líkindum er það hann, fannst reyndar að ristarnar á húddinu væru aðeins of... en það er kannski bara myndin.  8-)

Title: Re: Svartur 69 Camaro
Post by: simmi33 on October 21, 2012, 20:00:49
veit einhver hvar er þessi er staddur í dag?
Title: Re: Svartur 69 Camaro
Post by: Moli on October 21, 2012, 20:38:03
Ónýtur fyrir allmörgum árum síðan.
Title: Re: Svartur 69 Camaro
Post by: Kristján Skjóldal on October 22, 2012, 09:37:38
en er ekki þetta húdd á rauða 69 Ak bíl ??
Title: Re: Svartur 69 Camaro
Post by: GunniCamaro on October 22, 2012, 15:27:19
Það er skrýtið hvernig myndin getur bjagast svona en ég held líka að þetta sé gamli Y43 sem var, eftir því sem ég best veit, upphaflega venjulegur Camaro með 307, skálabremsum, 10 bolta hásingu.
En á einhverjum tímapunkti fékk þessi Camaro RS grill (bara grillið) án ljósalokanna, SS húdd og SS merki en þar sem SS bílarnir voru með diskabr. og 12 bolta hás. var augljóst að þetta var bara "pleinjein" Camaro.
Einn ónefndur fyrrum eigandi reyndi að fá mig til að leggja blessun mína yfir það að þetta væri original SS en varð ekki kápan úr klæðinu.
En hvað varð um húddið af Y43 veit ég ekki um, Kristján, þú getur kannski tekið mynd af 69 Ak. Camaro og póstað hana inn hér, síðast þegar ég sá 69 Ak. bílinn var hann með venjulegt húdd með mixaða eftirlíkingu af cowl-induction skópi.
Svo getur verið að Ak. Camaroinn sé kominn með þetta húdd því ég frétti það í sumar að þessi 69 Camaro fyrir norðan væri allt í einu orðinn "SS" bíll, sem hann var/er ekki.

Ég var að grínast með það við nokkra bílafélaga um daginn að ég ætti kannski að gefa mig út fyrir það að "blessa"1. kynslóð af Camaro sem SS eða RS bíla og taka greiðslu fyrir og gefa út vottun um það, svona í svipuðum dúr og Joel Rosel Motion-kallinn er að gera en hann tekur einhverja þúsundir dollara fyrir það að votta að bílar séu Motion-bílar.
Title: Re: Svartur 69 Camaro
Post by: 70 Le Mans on October 23, 2012, 13:48:09
http://spjall.ba.is/index.php?topic=986.0 (http://spjall.ba.is/index.php?topic=986.0) Hér eru nokkrar myndir af rauða AK bílnum. Þar á meðal ein gömul mynd frá því að hann var á Akranesi.
Title: Re: Svartur 69 Camaro
Post by: Valdemar Haraldsson on October 24, 2012, 17:03:58
Hallo þetta er Camaroin sem eg var að segja þer frá Moli sem Helgi Tatto var með og var eg slatta á þessum, motorin for og
var motorin sen var i Blæju Impöluni sem han var með lika var gul með hvita blæju sett i han.
Var með græna stola og hurðarsp. og svo var rauð striða eftir bilnum..

Kv Valdi