Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Kimii on September 12, 2012, 20:40:42

Title: Ætla menn að tjúnna í vetur?
Post by: Kimii on September 12, 2012, 20:40:42
Sælir mótorhausar

Nú þegar að sumarið er að klárast fara nú einhverjir að huga að því að breyta og bæta dótið hjá sér.

Nú er ég búsettur í bandaríkjunum og langaði að bjóða fram aðstoð í að koma góssi til landsins fyrir sem minnstan pening sem mundi útfærast þannig að menn geta deilt niður flutningskostnaði og ég get umpakkað því sem keypt er svo það taki sem minnst pláss.

Einnig er ég að spá í að fara í dekkjafluttninga ef menn eru heitir fyrir því

Ef menn hafa áhuga á að hópa sig saman í pöntun endilega veriði í bandi.

Jóakim

joakimpall@gmail.com
Title: Re: Ætla menn að tjúnna í vetur?
Post by: arnarpuki on September 12, 2012, 23:23:03
Mér lýst vel á það Kimii, ég er að var að kaupa nýann 400sbc sveifarás og er að fara kaupa helling í viðbót, Ég verð í sambandi við þig. :D