Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on September 04, 2012, 21:41:23

Title: 1970 Nova SS - Pálmi Helgason
Post by: Moli on September 04, 2012, 21:41:23
Oft hefur þessi dottið í umræðuna, en aldrei hef ég tekið eftir því hvar eða hvernig hann endaði, þekkir einhver söguna?

Þetta var víst original SS 350 bíll, 4 gíra, 12 bolta hásingu ofl. Mér þætti amk. gaman að komast í slátrið af honum ef það er til einhversstaðar?  :-"

Title: Re: 1970 Nova SS - Pálmi Helgason
Post by: Ramcharger on September 05, 2012, 11:25:03
Skilst að þessi hafi nú farið á Skagaströnd fyrir um 35 árum og endað sem "klámnovan" [-X
Bróðir minn bjó þarna fyrir rúmum 30 árum og þekkti þann sem átti hana þá.

Sagði mér að stuttu eftir að novan kom hafi þáverandi eigandi tekið rispu á henni til Blönduósar.
Eitthvað var yfirvaldið ekki sátt við hávaðan í Lettanum og renndi á eftir honum.

Ekki var gefið eftir fyrr en að viftureimin fór og þá náði pólitíið honum loks.

En ef einhver veit betur þá....



Title: Re: 1970 Nova SS - Pálmi Helgason
Post by: Ramcharger on September 05, 2012, 12:40:58
Jæja ég spurði bara Pálma hvert Novan hefði farið og hann segir að
hún hafi farið til Keflavíkur og hefði svo séð hana seinna orðin rauð og á Vestmannaeyja númeri :idea:

Eitthvað að hjálpa....
Title: Re: 1970 Nova SS - Pálmi Helgason
Post by: Moli on September 05, 2012, 15:34:38
Jæja ég spurði bara Pálma hvert Novan hefði farið og hann segir að
hún hafi farið til Keflavíkur og hefði svo séð hana seinna orðin rauð og á Vestmannaeyja númeri :idea:

Eitthvað að hjálpa....

Já, það gæti svo sem verið.  :-k Rauða Eyja-Novan er skráð blá, hún var nær alla tíð með L-88 húdd eins og G-7510 er með á efstu myndinni hér að ofan. Eyja-Novan var auglýst til sölu rétt fyrir 1980 með 12 bolta hásingu, (sem mér skilst að hafi aðeins verið í boði á SS bílnum) og 4 gíra close ratio Muncie kassa (M-21). Að vísu nær ferillinn á Eyja-Novunni bara til ársins 1977 og þá þegar er búið að mála hana brúngyllta einhvernveginn.

Það er spurning hvort hún hafi verið blá áður en hún kemur til Keflavíkur ef einhver veit? Það væri gaman ef Sævar eða einhver suðurnesingurinn gæti vottað þetta?  8-)

Efstu tvær myndirnar eru teknar að öllum líkindum 1977/1978, þar er vinur Sævars Péturss. í Keflavík búinn að kaupa bílinn og verið er að laga hann.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1970_nova_bh714/1.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1970_nova_bh714/2.jpg)

Hér er hann svo kominn aftur á götuna.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1970_nova_bh714/3.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1970_nova_bh714/4.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1970_nova_bh714/5.jpg)

Hér er hann auglýstur til sölu, með 4 gíra kassa, læstu drifi og 12 bolta hásingu.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1970_nova_bh714/6.jpg)

Hér er hann svo kominn til Eyja.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1970_nova_bh714/7.jpg)


Mér skilst að bíllinn hafi svo verið rifinn í Eyjum, eða amk. fljótlega eftir að hann kom þaðan. Kristófer sem á bláu '73 Novuna fékk húddið af honum, frambretti ofl. dót.