Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: stebbsi on August 19, 2012, 09:44:17

Title: Challenger
Post by: stebbsi on August 19, 2012, 09:44:17
Nú síðastliðna nótt mætti ég sjón sem ég átti ekki von á að sjá á götunum en ég sá nýjan challenger fyrir utan bæjarins bestu í nótt. Hann er dökkblár og með hvítar eða gráar strípur. (Man ekki alveg nógu vel :bjor: ) en þetta var Challi og hvort hann hafi ekki bara verið með srt í grillinu finnst mér ekki ólíklegt..
Hvenær kom þessi græja til landsins og á einhver myndir af honum?
Title: Re: Challenger
Post by: Racer on August 19, 2012, 14:45:27
heyrði að hann sé á erlendum númerum og rendurnar eru hvítar , hver veit svo meira er spurning.

(http://www.dupontregistry.com/photos/detailslarge/nc-dodge-challenger-392-additional-(1).JPG)

annað hvort Rt eða Srt8
Title: Re: Challenger
Post by: Elmar Þór on August 19, 2012, 18:22:49
Þessi er búinn að vera þvælast mikið í keflavík sá hann síðast í dag
Title: Re: Challenger
Post by: Kiddi J on August 20, 2012, 10:54:09
Túristi eða  :?:
Title: Re: Challenger
Post by: GunniCamaro on August 20, 2012, 15:42:56
Ég var við hliðina á honum á Miklubrautinni, SRT8 bíll, merktur HEMI og á frambrettinu sýndist mér standa "368" eða eitthvað í þeim dúr.
Númeraplötuna kannaðist ég ekki við, erlent númer, frekar lítil plata, svartir stafir, hvítur bakgrunnur, ekki EU merking og í fljótu bragði sá ég engar aðrar merkingar.
Title: Re: Challenger
Post by: HimmiMustang on August 20, 2012, 18:12:56
er enginn búin að ná myndum af honum ?

fann eina mynd. (http://i45.tinypic.com/25suag3.jpg)
Title: Re: Challenger
Post by: Dodge on August 21, 2012, 12:39:18
Ég var við hliðina á honum á Miklubrautinni, SRT8 bíll, merktur HEMI og á frambrettinu sýndist mér standa "368" eða eitthvað í þeim dúr.
Númeraplötuna kannaðist ég ekki við, erlent númer, frekar lítil plata, svartir stafir, hvítur bakgrunnur, ekki EU merking og í fljótu bragði sá ég engar aðrar merkingar.

Það er þá væntanlega 392, sumsé nýja 6.4 hemi sleggjan
Title: Re: Challenger
Post by: GunniCamaro on August 22, 2012, 10:41:50
Það er rétt hjá þér, "Dodge", þegar ég ryfja það upp, 392 á frambrettinu, en getur þetta verið númer frá Svíþjóð ?
Title: Re: Challenger
Post by: Valdemar Haraldsson on August 23, 2012, 06:24:46
Nei þetta er ekki frá Sviþjáð :wink:
Title: Re: Challenger
Post by: Moli on August 23, 2012, 07:30:38
Það er íslendingur sem á hann sem flutti hann inn nýlega, er með leyfi fyrir honum í eitt ár, svo talaði hann um að hann yrði hérna hugsanlega áfram.
Title: Re: Challenger
Post by: Ramcharger on August 23, 2012, 07:46:37
Svalt tæki 8-)
Title: Re: Challenger
Post by: kallispeed on August 23, 2012, 21:16:45
hef séð hann og þetta er svaka græja ...... :mrgreen: