Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: SPRSNK on July 09, 2012, 22:40:01
-
:excited:
Á fimmtudaginn ætla félagar í Mustang klúbbnum að rúnta um Reykjanes. :spol:
Við hittumst hjá Hilmari að Rauðhellu 8, Hafnarfirði (rétt áður en komið er að Álverinu).
Ekið verður þaðan kl. 18:30 um Reykjanesbraut til Reykjanesbæjar (RNB).
Beygt verður af Reykjanesbraut við fyrstu mislægu gatnamótin að RNB, á Stapanum. Þaðan munu heimamenn leiða hópinn um Innri-Njarðvík sem er í suðurhluta RNB. Stoppað verður m.a. við Víkingaheima. Það verður síðan ekið um Ytri-Njarðvík, um Keflavík og áleiðis í Garðinn. Stoppað verður við Garðskagavita þar sem svæðið verður skoðað, bílarnir myndaðir og slegið upp pulsupartýi þar sem Mustang-klúbburinn býður upp á grillaðar pulsur/pylsur en reyndar ekki drykki það verða þátttakendur að sjá um sjálfir. Að því loknu verður ekið til Sandgerðis og síðan á Hvalsnes, um Ósabotnaleið að Hafnarvegi. Beygt verður norður Hafnarveg áleiðis til RNB og að Patterson svæði þar sem verður stoppað aftur, villihestarnir teknir til kostanna og myndaðir! Síðan aka menn til síns heima.
Allir velkomnir að rúnta með okkur! :smt058 :smt057
-
Mætti maður slæðast með gömlum Pontiac höfðingja ?? Er farið að langa til að taka góðan rúnt \:D/
-
Ekki málið - allir velkomnir!
-
Það stefnir í veðurblíðu á morgun - minni á Reykjanesrúntinn
-
Ég á nú örugglega eftir að keyra framhjá og sjá ykkur þar sem skúrinn minn er rétt hjá Hilmari! :) Verður flottur rúntur hjá ykkur strákar ;)
-
Ég á nú örugglega eftir að keyra framhjá og sjá ykkur þar sem skúrinn minn er rétt hjá Hilmari! :) Verður flottur rúntur hjá ykkur strákar ;)
Kemur þú ekki bara á rúntinn með okkur - allir velkomnir!
-
Vill þakka Mustangklúbbnum og öllum þeim sem á rúntinum voru, kærlega fyrir flott kvöld \:D/
-
Þakka kærlega fyrir mig og mína, kvöldið í kvöld var góð skemmtun =D> Takk takk =D> =D> =D> =D> =D>
-
Takk kærlega fyrir mig :) besti rúntur hingað til :D
kv Hilmar
-
Takk fyrir mig þótt ég hafi bara tekið hálfan rúnt :) þá tek ég heilan næst :)