Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: 1965 Chevy II on May 25, 2012, 12:39:03

Title: Keppnistæki og frostlögur.
Post by: 1965 Chevy II on May 25, 2012, 12:39:03
Sælir,

Eitt það versta sem við fáum í brautina og undir dekkin er frostlögur, tæki sem eru inni á veturna hafa ekkert með frostlög að gera nema þá sem tæringarvörn og að hækka suðustig vatnsins
en það eru til önnur efni í það og þau fást hjá STÁL OG STÖNSUM frá Royal Purple og heitir PURPLE ICE og er mun ódýrara en frostlögur. Teddi hjá www.racebensin.com (http://www.racebensin.com) hefur líka átt
sambærilegt efni.

Endilega skiptið frostlög út fyrir þessi efni ef það er nokkur kostur.

 :)
Title: Re: Keppnistæki og frostlögur.
Post by: baldur on May 25, 2012, 13:23:34
Frostlögur getur líka verið eldfimur ef hann hitnar nægilega mikið, það varð slys á Bonneville saltsléttunni árið 2008 þar sem ökumaður streamliner (sem er bara rear engine dragster með þak og dekkin innanborðs til þess að minnka loftmótstöðuna) brenndist í eldi sem kviknaði þegar mótorinn fór að blása í vatnsgang, vatnskassalokið þeyttist af og frostlögurinn gusaðist yfir pústflækjurnar. Í kjölfarið hefur frostlögur verið bannaður hjá SCTA.
Title: Re: Keppnistæki og frostlögur.
Post by: fordfjarkinn on May 30, 2012, 17:48:03
Sælir

 þetta er efnið sem fæst hjá Racebensin.com og heitir Racing Cool og er í 250 ml flöskum sem dugar í 12 ltr af vatni og kostar 1600 kr.

hér er linkur á efnið  http://www.racebensin.com/# (http://www.racebensin.com/#)!__ymsar-vorur/page-4