Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Vega327 on May 09, 2012, 20:29:33

Title: Chevrolet Vega 1971 m. 327 V8 mótor
Post by: Vega327 on May 09, 2012, 20:29:33
Sælir,
langaði að vita hvort einhver hérna inná veit hvað varð um dökk,dökk græn sanseraðara 1971 Vegu m. 327 mótor. Bílnúmerið var: G13587 Seldi hana 1980, var þá flott götugræja.. Frétti af henni á brautinni einhverjum árum seinna og veit svo ekki meir







Title: Re: Chevrolet Vega 1971 m. 327 V8 mótor
Post by: Moli on May 09, 2012, 20:45:09
Sæll,

Þetta er bíllinn í dag. Þórður Tómasson átti bílinn en seldi fyrir um 2 árum. Ég sá hann vélarlausan í skúr í Kópavogi í fyrravor.
Það var lögð mikil vinna í hann þegar hann var gerður upp og er allur hinn glæsilegasti í dag.  8-)

(http://www.musclecars.is/album/data/887/medium/2649.jpg)
(http://www.musclecars.is/album/data/887/medium/IMG_30621.JPG)
(http://www.musclecars.is/album/data/887/medium/IMG_03331.JPG)
(http://www.musclecars.is/album/data/887/medium/IMG_21061.JPG)
Title: Re: Chevrolet Vega 1971 m. 327 V8 mótor
Post by: Vega327 on May 09, 2012, 20:57:44
Er hann semsagt vélarlaus núna? Hvernig er boddýið? Og veistu nokkuð hver á hann?
Title: Re: Chevrolet Vega 1971 m. 327 V8 mótor
Post by: Moli on May 09, 2012, 22:21:09
Þekki ekki stöðuna á honum í dag og þekki ekki eigandan neitt persónulega, en bíllinn var amk. mjög góður að öllu leyti 2008/2010, hef fulla trú á að hann hafi varðveist vel undanfarin 2-3 ár.
Title: Re: Chevrolet Vega 1971 m. 327 V8 mótor
Post by: GunniCamaro on May 11, 2012, 12:37:58
Mér sýnist sem að þessi Vega hafi verið á MC hittingnum, keyrandi með mótor, það er mynd af henni á Ba.is spjallinu (http://spjall.ba.is/index.php?topic=5097.0 (http://spjall.ba.is/index.php?topic=5097.0))
Title: Re: Chevrolet Vega 1971 m. 327 V8 mótor
Post by: kári litli on May 11, 2012, 13:25:07
nei ég er nú nokkuð viss um að þetta er ekki sami bíllinn
Title: Re: Chevrolet Vega 1971 m. 327 V8 mótor
Post by: Belair on May 11, 2012, 14:01:03
(http://i258.photobucket.com/albums/hh252/ss350Chevelle/Burnout%202008/DSC00900.jpg)

(http://i258.photobucket.com/albums/hh252/ss350Chevelle/Burnout%202008/DSC00902.jpg)

(http://farm6.staticflickr.com/5344/7002090668_884ab8d541_z.jpg)
Title: Re: Chevrolet Vega 1971 m. 327 V8 mótor
Post by: Moli on May 11, 2012, 17:54:13
Halló, kallið þið ykkur ekki Chevy kalla? (nema það að Gunni á náttúrulega Ford  :mrgreen:)

Þessar Vegur er sitthvor bíllinn!  [-(

Bíllinn sem var á MC hittingnum er líka bíll sem Þórði átti, sá var svartur en er orange í dag. Myndir 2 og 3 sem Belair setur inn er af þeim bíl.

Fyrsta myndin sem Belair setur inn er af bílnum sem um er spurt hér í fyrsta innleggi.
Title: Re: Chevrolet Vega 1971 m. 327 V8 mótor
Post by: JHP on May 11, 2012, 18:44:17
Mér finnst það vel að verki staðið hjá Belairnum að sjá ekki muninn á þessum tveim bílum  :mrgreen:
Title: Re: Chevrolet Vega 1971 m. 327 V8 mótor
Post by: Skúri on May 11, 2012, 18:58:07
Nonni hvernig væri nú að fara redda nýrri mynd af Super Vegunni hans bróðir þíns ?   :wink:
Title: Re: Chevrolet Vega 1971 m. 327 V8 mótor
Post by: JHP on May 11, 2012, 19:02:48
Blessaður vertu,það þarf fyrst að grafa hana undan öllu draslinu í skúrnum hjá honum og ég held að það sé ekkert að fara að gerast á næstunni  :lol:
Title: Re: Chevrolet Vega 1971 m. 327 V8 mótor
Post by: Kristján Skjóldal on May 11, 2012, 21:18:02
hann heitir Einar sem á gömlu hans Þórðar t og fór í henni 540 vélinn :cry: og er verið að laga hann
Title: Re: Chevrolet Vega 1971 m. 327 V8 mótor
Post by: Big Fish on May 12, 2012, 14:13:54
Vélin fór ekki það brotnaði rúllu undirlyfta vélin var ný yfir farin þeir stiltu ekki rokerarmana eins og ég sagði þeim skylirði áðu en þeir færu að taka á henni ég bauðst til í að laga þetta á einu kvöldi þeir vildu það ekki  [-(

kv þórður
Title: Re: Chevrolet Vega 1971 m. 327 V8 mótor
Post by: asmundur on May 26, 2012, 13:00:37
Átti fyrir mörgum árum Vegu sem var grá og með svartri rönd á hliðum sem mjókkaði fram, held hún hafi verið 1972. veit einhver um afrif hennar eða hvar hún er niðurkomin ?
Title: Re: Chevrolet Vega 1971 m. 327 V8 mótor
Post by: Belair on May 26, 2012, 13:55:36
Mér finnst það vel að verki staðið hjá Belairnum að sjá ekki muninn á þessum tveim bílum  :mrgreen:

 sá þetta skot ekki fyrir en núna

Mér finnst það vel að verki staðið hjá Jóni að sjá ekki að í umræða var komin önnur vega sem var ekki sú sama og þráður var um,

mynd 1 var retta

mynd 2 var af þeirri sem GunniCamaro helt að þetta væri

mynd 3 er myndin sem GunniCamaro beinti á

Átti fyrir mörgum árum Vegu sem var grá og með svartri rönd á hliðum sem mjókkaði fram, held hún hafi verið 1972. veit einhver um afrif hennar eða hvar hún er niðurkomin ?

manstu Numerið á henni  :?:
(http://www.musclecars.is/album/data/886/leibbi_gomul.jpg)
kannski R-7447
(http://www.musclecars.is/album/data/886/1502.jpg)
Maggi  =D> =D> =D> =D> =D> =D> www.musclecars.is (http://www.musclecars.is)  =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D>
Title: Re: Chevrolet Vega 1971 m. 327 V8 mótor
Post by: Ramcharger on May 26, 2012, 17:06:34
Þegar ég var að vinna hjá shell í skerjafirðinum þá var þar
náungi sem átt vegu sem gekk undir nafninu TMO vegan.

Var víst vínrauð áður en hún var lituð gul.
Var þá með 350 olds og 400 kassa.

Veit einhver um hana og hver sagan er á bak við hana?
Title: Re: Chevrolet Vega 1971 m. 327 V8 mótor
Post by: Einar Birgisson on May 26, 2012, 20:59:40
Er þessi grá með röndinni ekki sú sem Leifur átti ?
Title: Re: Chevrolet Vega 1971 m. 327 V8 mótor
Post by: Moli on May 26, 2012, 22:35:21
Er þessi grá með röndinni ekki sú sem Leifur átti ?
jú jú, sú hin sama.