Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: tommi3520 on May 03, 2012, 00:31:20

Title: Mest slit við gangsetningu
Post by: tommi3520 on May 03, 2012, 00:31:20
Sælir

Ég heyrði einhversstaðar að vélar slitna mest þegar þær eru settar í gang, því engin smurþrýstingur er á kerfinu. Eru menn að gera eitthvað til að leysa þetta vandamál?, eða á maður ekki að vera pæla í þessu og halda bara áfram að skipta reglulega um olíu og olíusíju og vera sáttur með það?

Tómas
Title: Re: Mest slit við gangsetningu
Post by: Walter on May 03, 2012, 07:12:44
Jújú það er til preluber. Sniðug græja til að smyrja vélina áður en er ræst og til að láta smurningi halda áfram eftir að dreipið er á vélinni til að kæla túrbínu legu. Einnig ef að smurdæla bilar á keyrslu gæti preluberinn bjargað vélinni ef hann er þannig tengdur.

(http://dodgeram.org/ki4cy/preluber/prod.jpg)

http://dodgeram.org/ki4cy/preluber/Preluber.htm (http://dodgeram.org/ki4cy/preluber/Preluber.htm)