Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on April 17, 2012, 23:40:34

Title: 69 Camaro
Post by: Moli on April 17, 2012, 23:40:34
Ein stutt spurning mér til fróðleiks, eflaust öðrum líka..

Hvaða '69 Camaro átti Hlöðver H. Gunnarss. milli 1975 og 1980?  :-k
Title: Re: 69 Camaro
Post by: Skúri on April 18, 2012, 20:24:11
Maggi ég skal spyrja hann út í það í biladellukaffinu í Árbæjarbakarí í fyrramálið ef Hlöðver mætir, ef það hjálpar :wink: .
Title: Re: 69 Camaro
Post by: Moli on April 18, 2012, 20:24:45
Maggi ég skal spyrja hann út í það í biladellukaffinu í Árbæjarbakarí í fyrramálið ef Hlöðver mætir, ef það hjálpar :wink: .

endilega gamli, takk!  :wink:
Title: Re: 69 Camaro
Post by: GunniCamaro on April 26, 2012, 11:15:07
Þessi Camaro sem Moli er að spyrja um er örugglega eini 69 SS Camaroinn sem ég hef heyrt um að hafi verið hér á klakanum.
Þessi bíll, ef það er sá sami, fór víst í klessu í árekstri við Vípon í Árbænum og var rifinn, diskabremsurnar úr honum fóru í græna 69 RS Camaroinn og toppurinn átti víst að hafa farið á 67 "stálblæjuna" sem er víst í uppgerð um þessar mundir.
Hvað varð um restina af bílnum, SS vélina, gírkassann, 12 bolta hás. og restina af boddýinu, veit ég ekki um.
Title: Re: 69 Camaro
Post by: Þórður Ó Traustason on April 26, 2012, 18:55:45
Gunni veistu nokkuð orginal litinn á þessum Camaro?Alls staðar sem sást í lit og virtist vera orginal á stálblæjunni var svipaður grænn og 69 bíllinn hans Svavars.
Title: Re: 69 Camaro
Post by: Skúri on April 28, 2012, 09:29:45
Ég var að tala við Hlöðver og þetta er allt saman rétt hjá Gunna.

Hlöðver kaupir bílinn af Ægi Rennismið og var hann mjög illa farinn eftir áreksturinn við Weapon-inn, Hlöðver hirðir eiginlega bara vélina úr honum sem var 350 mótor 300 hö. Svavar fékk svo eitthvað af drasli sem var heilt og toppurinn endaði á stálblæjunni eins og Gunni var búinn að minnast á. Hlöðver henti svo restinni sem ekki var hægt að nota.
Vélin fór í græna Willys-inn sem Hlöðver átti á þessum tíma en hún staldraði þar stutt við þar sem Hlöðver sett 427 mótor í jeppabúrið, en sú vél er einmitt í stálblæju Camaro-inum núna  8-).

Ég gleymdi reyndar að spyrja Hlöðver út í hvað litur var á honum, en ég skal reyna muna eftir því næst þegar ég hitti hann.