Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: tommi3520 on April 07, 2012, 21:38:14

Title: B&M skiptar
Post by: tommi3520 on April 07, 2012, 21:38:14
Sælir

Mig langar til að fá mér b&m skipti í 79 malibu. Er að fara setja í hann th-350 skiptingu og fínt að losna við stýtis skiptinn

Er maður ekki leitast eftir svona virkni?

B&M Quicksilver Shifter in my 1978 Monte Carlo (http://www.youtube.com/watch?v=ncf0voQWnTY#)


Og er þessi skiptir þannig?
http://www.ebay.com/itm/B-M-80776-Sport-Shifter-Automatic-GM-Ford-Chrysler-/140734468193?pt=Motors_Car_Truck_Parts_Accessories&vxp=mtr&hash=item20c46d9061 (http://www.ebay.com/itm/B-M-80776-Sport-Shifter-Automatic-GM-Ford-Chrysler-/140734468193?pt=Motors_Car_Truck_Parts_Accessories&vxp=mtr&hash=item20c46d9061)

Hvað með þennann
http://www.ebay.com/itm/B-M-STAR-SHIFTER-3-SPEED-AUTOMATIC-RATCHET-SHIFTER-CHEVY-GM-FORD-CHRYSLER-/270947737329?pt=Motors_Car_Truck_Parts_Accessories&vxp=mtr&hash=item3f15be5ef1 (http://www.ebay.com/itm/B-M-STAR-SHIFTER-3-SPEED-AUTOMATIC-RATCHET-SHIFTER-CHEVY-GM-FORD-CHRYSLER-/270947737329?pt=Motors_Car_Truck_Parts_Accessories&vxp=mtr&hash=item3f15be5ef1)

Hver er munurinn á þessum tveim?

Eða er fyrri skiptirinn ekki með þetta hurst dæmi sem leyfir manni að tikka í gíra án þess að hann renni í neutral eða þannig.

Ég er ekki alveg með þetta á hreinu, væri gott að fá smá input frá ykkur reynslumeiri mönnum!
Title: Re: B&M skiptar
Post by: 1965 Chevy II on April 07, 2012, 21:58:20
Sæll, þetta kallast "ratchet" skiptir þegar það er hægt að trekkja inn gírana, star shifterinn er með  ratchet en sport shifter er ekki með ratchet.

Þetta er mjög skemmtilegur búnaður, ég er með quicksilver í mínum og er mjög ánægður með hann.
Title: Re: B&M skiptar
Post by: 1965 Chevy II on April 07, 2012, 22:09:16
Þú þarft að gæta þess að skiptirinn sé réttur fyrir þína skiptingu, það er að segja "forward" pattern eða "reverse" venjulega eru skiptingar "forward" en oft breyta menn í reverse eins og hjá mér td þá er fyrsti fyrir neðan "N" og svo trekki ég aftur á bak í 2-3.

Þennan skipti myndi ég kaupa ef ég væri að fá mér skiptir í dag, þessi er forward :
http://www.summitracing.com/parts/HUU-3162006/Application/?prefilter=0 (http://www.summitracing.com/parts/HUU-3162006/Application/?prefilter=0)
Þessi er reverse :
http://www.summitracing.com/parts/HUU-3162001/ (http://www.summitracing.com/parts/HUU-3162001/)
Title: Re: B&M skiptar
Post by: tommi3520 on April 08, 2012, 02:28:16
takk fyrir svarið

Já mér fyndist skemmtilegra að vera með þetta reverse, er auðvelt að breyta því eða hvernig virkar það?.
Title: Re: B&M skiptar
Post by: 1965 Chevy II on April 08, 2012, 11:06:59
Það er ekki mikið mál, þú þarft að skipta um ventlabox (fá þér full manual reverse valve body) sem þýðir að þá
er ekki lengur möguleiki á að hafa bílinn í "D" þú verður alltaf að skipta honum sjálfur.

Þú getur fengið manual/auto forward pattern valve body með líka sem er sniðugt á götuna til að þurfa ekki að skipta sjálfur alltaf:
http://www.summitracing.com/parts/TAC-23250/ (http://www.summitracing.com/parts/TAC-23250/)

http://www.summitracing.com/parts/HUP-HP3222/ (http://www.summitracing.com/parts/HUP-HP3222/)
Title: Re: B&M skiptar
Post by: tommi3520 on April 08, 2012, 17:42:08
Já ok, ég hafði ekki hugsað mér að opna skiptinguna neitt, enda ný yfirfarin. Þarf að vera búið að breyta skitpingunni eitthvað til að geta notað ratchet virknina úr þessum b&m skiptum?

Ef það sparar mér að opna skiptinguna þá er ég alveg til í að trekkja fram í gíra :)

Þegar menn eru að breyta sjálfskiptinum í manual hvað eru menn að sækjast eftir þar? losna alveg við D? afhverju að losna við D þegar þú getur skipt sjálfur í með óbreytta skiptingu og síðan sett í D á rúntinum, vafalaust verða manual skiptingarnar (í breyttri skiptingu) eitthvað betri eða svoleiðis ég veit ekki.....?
Title: Re: B&M skiptar
Post by: 1965 Chevy II on April 08, 2012, 21:57:29
Þú getur notað ratchet virknina þó þú breytir henni ekkert en hún mun skipta sér sjálf ef þú snýrð vélinni of mikið,allavega var gamla th400 þannig. Með manual hefur þú fulla stjórn á því hvenær hún skiptir sér, þetta með manual/auto hafði ég bara ekkert heyrt um fyrr en nýlega að einn keypti sér svona hér heima.
Title: Re: B&M skiptar
Post by: tommi3520 on April 10, 2012, 00:31:24
Ok, takk fyrir svörin, ég keypti neðri skiptinn (ratchet) sem ég gaf link á, hef ekki efni á dýrari. :D