Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Jón Bjarni on February 10, 2012, 12:42:33
-
einn vinnufélagi minn benti mér á þetta...
lagið Kvartmíluklúbburinn með haukum var spilað á rás 2 rétt fyrir hádegi :)
það er hægt að hlusta á þetta á sirka 148 min á þessum link:
http://www.ruv.is/sarpurinn/virkir-morgnar/10022012 (http://www.ruv.is/sarpurinn/virkir-morgnar/10022012)
:)
-
Gaman að þessu, já nú eru þau þá tvö lögin sem hafa verið samin um Kvartmíluklúbbinn, Blúes Akademían samdi eitt fyrir blúes kvöldið okkar í fyrra, gott ef það hét ekki "hjartað í bílnum".
-
"Komdu í Kvartmíluklúbbinn, og komdu tækinu af stað"
Ætli það sé hægt að nálgast þessa hljómplötu einhverstaðar? já eða kasettuna....
-
:D
Ekki gleyma hinum eina sanna Ladda og laginu Stebbi stuðari,
lagið er samið um einhverja spyrnukeppni en ekki endilega um kvartmíluklúbbinn sjálfan.
http://zomobo.net/play.php?id=QndbJ7z1h44 (http://zomobo.net/play.php?id=QndbJ7z1h44)
-
Algjör gargandi snilld! Sá og heyrði þetta flutt "live" fyrir utan Óðal við Austurvöll sumarið ´76 - óborganlegur texti
Kv.
Hilmarb