Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Ramcharger on September 16, 2011, 12:36:27
-
Sælir.
Muna ekki flestir eftir rauðu Chevellunni sem var oft upp á Höfðabakka?
Þannig er að ég hef verið að vinna með eigandanum
og setti hann gripinn í geymslu upp í Mosfellsdal.
Svo var ég að heyra það áðan að bílnum hafi verið hent
án vitundar eigandans í Furu :shock: :shock:
Er þetta satt og ef svo er, hvað er að grautnum í fólki sem gerir svona :smt021 :smt021
-
Nokkurn vegin eins og þessi.
-
Ég man eftir einni rauðri með viðar klæðningu á hliðum sem stóð úti á túni í nokkur ár upp í Varmadal fyrir ofan Mosfellsbæ.Sá bíll,örugglega sá sami endaði í Hringrás fyrir nokkrum árum.Hélt allaf að eigandinn hefði sótt hann og hent honum sjálfur.Bíllinn var orðinn ansi dapur eftir túnvistina.