Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: Kruder on August 16, 2011, 16:01:30

Title: Big meet í Svíþjóð.
Post by: Kruder on August 16, 2011, 16:01:30
Sælir kvartmílufélagar.

Ég heiti Kristján Benjamínsson og rek með bróðir mínum Jóni Gunnari ferðaskrifstofu að nafni Iceland Unlimited. Ég hef verið að velta fyrir mér að bjóða upp á hópferð fyrir bílaáhugamenn til Svíþjóðar þar sem ég bý yfir veturinn. Er einhver áhugi fyrir slíkri hópferð hér eða hafa menn verið að fara í slíkar ferðir hér?

Sjálfur er ég með réttindi til að keyra hópferðabíla og gæti þar með ekið hópnum í ferðinni og verið tengiliður erlendis.

Við erum með samninga við flugfélög og hótel og getum því útvegað fargjöld og gistingu á sanngjörnu verði.

Ég er jafnvel til í að bjóða upp á pakkaferð þar sem allt er innifalið, skipulagning, akstur, flug, matur og annað til að gera svona ferð sem ánægjulegasta.

Ef einhver áhugi er fyrir slíkri ferð þá endilega hafið samband við mig á tölvupósti kristjan hjá icelandunlimited.is

Bestu kveðjur

Kristján Benjamínsson
Title: Re: Big meet í Svíþjóð.
Post by: Hr.Cummins on August 16, 2011, 17:15:57
Hljómar spennandi, hvernig er þessi menning annars í Svíþjóð :?:

eru þetta allt Volvo 740GLE með 350cid swap :lol:

Neinei, segi svona... en það væri ánægjulegt að fá að vita hverjir áæltaðir áfangastaðir yrðu, bílasýningar og hvað fleira væri í boði :?:
Title: Re: Big meet í Svíþjóð.
Post by: kcomet on August 16, 2011, 21:08:57
 Sælir.... væri gaman að vita hvað það kostaði flug (Stockholm), gisting f. tvo í herb. 3-4 nætur í Vasteras,
  rúta frá flugvellinum á hótelið, og að svæðinu sem sýningin er.. allur pakkinn.. þá er ég að tala um Power Big Meet, helgina í Vasteras 2012.. ég þakka fyrir fram, og gangi þér vel með þetta...
 

               k.comet
Title: Re: Big meet í Svíþjóð.
Post by: Racer on August 19, 2011, 17:59:31
menning í svíþjóð með amerísku er bara góð.

sérð nú lítið um volvo með usa v8 þar sem notaðar amerískar vélar fást ekki gefins eins og hérlendis :D , færð 40 þús króna ísl sbc á kringum 400 þús ísl þarna úti eða ég lýg því nú en það er ansi close með verðmiðann ;)

Væri gaman að sjá vor/sumar dagskrá með stóru sýningunum þarna víðs vegar um landið fyrir næsta ár svo það væri trúlega hægt að smala mönnum saman og sýna hversu litlar íslensku sýningar eru.

Ég þarf einhvern tímann að kíkja aftur á Páskasýninguna "Bilsport Performance & Custom Motor Show"
http://www.custommotorshow.se/ (http://www.custommotorshow.se/)
Title: Re: Big meet í Svíþjóð.
Post by: Lolli DSM on August 19, 2011, 18:59:46
Ég væri alveg til í skoða að koma þarna yfir og hitta hópinn. En það sem heillar mig mikið er að fara á Top Fuel keppni, t.d. á Tierps Arena http://tierparena.com/page/ (http://tierparena.com/page/)

Tierps arena top fuel rekord . final . (http://www.youtube.com/watch?v=aL82bLQrPTY#ws)

Power! The Power of Top Fuel Dragsters (http://www.youtube.com/watch?v=cTMN_KobQF4#ws)