Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Birkir R. Guðjónsson on June 24, 2011, 11:51:32
-
Sælir, er búinn að vera dunda mér við að forrita kerfi sem les tímablöðin sem er búið að vera setja hingað inn á spjallið og býr til statistík yfir keppnir og svoleiðis.
Vandinn liggur hinsvegar í því að eldri tímaskjöl sýna mér eiginlega ekki hverjir kepptu saman, eins og 1. umferð 2010, þannig það gæti verið að allt sé í steik þar.
Menn geta farið þarna inn og fundið keppnis númerið sitt, séð statistík um sinn dag á brautinni.
Slóðin er http://drag.forritun.org/ (http://drag.forritun.org/) og það er ekki nauðsynlegt að skrá sig, en í framtíðinni mun vera hægt að mappa keppnisnúmer á aðgang, og þannig séð betri statistík.
Búinn að importa 2010 keppnistímabilinu 1,2,3,4 umferð. ásamt síðustu keppni 2011, 1. umferð. En 1. umferð 2010 virkar ekki strax.
Einnig er þetta Open Source og hægt að rýna í kóðann á https://github.com/birkir/drag (https://github.com/birkir/drag) og þeir sem hafa áhuga á að hjálpa, þá er þetta skrifað í PHP+MySQL á Kohana 3.1 frameworkinu, þeir mega forka og senda mér breytingar :)
Þetta er BETA ennþá þannig be aware.
Hér eru til dæmis línurit af tímum hjá mér í síðustu keppni:
http://drag.forritun.org/competition/competitor/1?id=1 (http://drag.forritun.org/competition/competitor/1?id=1)
-
þetta lítur spennandi út !
-
Heldur betur spennandi =D>
-
Þetta er ekkert smá flott hjá þér maður, takk fyrir þetta. =D>
-
takk fyrir það, búinn að leggja svolitla vinnu í þetta.
Næst á dagskránni er að leyfa notendum að skrá bílana sína inn í kerfið og þar verður hægt að skrá breytingar á bílnum með dagsetningu þannig hægt verður að sjá mun á tímum á milli breytinga í gröfum.
Dæmi:
12.33 - stock
12.25 - pústkerfi
12.18 - lofthreinsari
11.98 - driflæsing
Einnig verður hægt að mappa bíla sem skráðir eru á notanda yfir í keppnislistann.
Hægt er að mappa bíl á keppni, en vera með annan notanda sem driver t.d. en þetta verður security stuff. heimildir að skrásetja svona etc.
Í framhaldinu verður þetta nokkuð góður bílavefur, ég mun setja inn útreiknaðann 1/4 tíma ef 1/8 er bara skráður (með endahraða), ásamt áætluð hestöfl og svoleiðis.
Önnur hugmynd er að gefa tips, t.d. bíll er FWD og 60ft tímarnir eru allir um 3.0s og kannski ET 15.3 að koma með "Vissir þú, að ef þú bætir 60ft um 300ms gætir þú náð niður fyrir 15 ET."
og allskonar fróðleik
Einnig mun ég forrita DataLog kerfi þar sem þú getur sent inn CSV skjal með dataloggi og kerfið sér um að búa til graf og segja MAX/MIN values etc.etc.
Ef þið hafið einhverjar hugmyndir, endilega látið flakka, ég er opin fyrir öllu og það er allt hægt.
-
Útgáfa 0.1.3b
1) Búið að bæta við veður upplýsingum á tilteknum tíma þegar runnið var tekið. (veðurstöðinni í Straumsvík @ datamarket.com)
http://drag.forritun.org/competition/match/4?id=1&r=1 (http://drag.forritun.org/competition/match/4?id=1&r=1)
2) Bætt við einingum á öllum tölum sem fram koma (s,mph,°C etc)
3) Færði innskráningu og nýskráningu í toppinn
4) Bætti við captcha kóða í nýskráningu svo við verðum lausir við vélrænar nýskráningar.
5) Vefurinn er á ensku, en ég þýði hann á íslensku jafn óðum (þá getum við haft hann á mörgum tungumálum stillt í prófíl)
-
Þvílíka snilldin maður, ég set þetta sem sticky.
-
Glæsilegt vinur, ég kem með uppfærslurnar hingað inn.
-
þetta er allveg frábært hjá þér gott að geta skoða þetta svona á einum stað =D>
-
=D>
Frábært framtak.
-
Jæja þá eru komnir inn tímar frá 2. umferð íslandsmóts 2011, bæði laugardeginum og sunnudeginum.
http://drag.forritun.org/competition/competitors/6?id=1 (http://drag.forritun.org/competition/competitors/6?id=1)
TEST flokkurinn eru test'n'tune þáttakendur.
-
Þetta er ótrúlega flott hjá þér =D>
Flott ef það væri hægt að bæta við hvor keppandinn vann ferðina sem maður er að skoða, af því að tíminn segir ekki til um það....
-
þetta er bara flott =D>en hvernig væri líka hægt að setja inn Index tölur þarna?? það væri flott ef að Index hjá þeim í OF kæmi þarna líka!!og þá allar tölur á viðkomandi tæki.td kg,og cub, þá er hægt að hafa allar upl upp á borði svo það sé hægt að sjá td hvaða vélar eru og hvað kemur best út :wink:
-
Ekkert smá flott forrit =D>
-
þetta er bara flott =D>en hvernig væri líka hægt að setja inn Index tölur þarna?? það væri flott ef að Index hjá þeim í OF kæmi þarna líka!!og þá allar tölur á viðkomandi tæki.td kg,og cub, þá er hægt að hafa allar upl upp á borði svo það sé hægt að sjá td hvaða vélar eru og hvað kemur best út :wink:
Já, ég er að vinna í því hægt og bítandi, að menn geta skráð sig inn og skráð sín tæki inn (þyngd og vél og svo framveigis). Þessi tæki verður svo hægt að "mappa" saman við skráða tíma.
Þá er hægt að bæta við breytingum á tækinu, segjum t.d. að það sé skráð breyting á dekkjum, sett slikka í stað venjuleg dekks og þá mun forritið reikna út mismuninn, fyrir og eftir breytingu.
Ég get bætt við Index tölur og fleiri tíma sem eru í boði í Excel skjalinu.
Ef það eru fleiri hugmyndir þarna úti, endilega komið þeim til skila 8-)
-
Hæ.
Geeeðveikt flott. er sammála Mr. Skjóldal, væri fínt ef Index væru.
Og ekki væri verra ef r/t (viðbrqagð) væri líka í "töflunni"
flottasta framtak.....(samt er maður að setja út á þetta..... þvílikt vanþakklæti...) :D
takk fyrir þetta
kv Valur Vífilss ánægðastur.....
-
Rosa flott! Keep up the good work! ;)
-
Jæja þá er ég búinn að henda inn tímum úr götuspyrnunni á bíladögum, rosalegt vesen að setja þetta inn útaf þeir gefa út í PDF skjali (þurfti að breyta í CSV með notepad [-( )
http://drag.forritun.org/competition/competitors/7?id=3 (http://drag.forritun.org/competition/competitors/7?id=3)
Ég er líka búinn að bæta við index tíma í skjölin, þarf bara að parsa aftur tímana frá keppnum á þessu ári, tekur enga stund.
takk takk.
-
Index tímar komnir fyrir allar keppnir 2011.
Nú er boltinn hjá Jón Bjarna, vantar inn tíma úr síðustu æfingu :mrgreen:
-
Jæja komnir tímar frá síðustu æfingu.
Eins og sjá má var veðrið ekki uppá sitt besta, flestir hefðu átt að ná besta tímanum í kringum 18 leytið þar sem rakastigið var farið að síga. Allavega gerði ég það.
http://drag.forritun.org/competition/competitors/8?id=1 (http://drag.forritun.org/competition/competitors/8?id=1)
-
Þetta verkefni hjá þér lyftir sportinu á aðeins hærra plan það er nú bara þannig =D>
-
Þetta verkefni hjá þér lyftir sportinu á aðeins hærra plan það er nú bara þannig =D>
Takk fyrir það. Því fleiri sem hafa áhuga á þessu, því meiri áhuga hef ég á að þróa þetta.
Fyrir þá sem voru búnir að gera sér aðgang er hægt að velja á milli íslensku og ensku (so far).
Einnig er ég að vinna í að tengja facebook við þetta (Menn geta þá "lækað" tíma eða "deilt" tímum o.s.frv.)
Það er komið frumrit af "aðgerðarlista" á prófílnum sem segir hvað er búið að gerast fyrir þig (hverjir lækuðu tíma hjá þér, hverju þú ert búinn að breyta, etc.etc.)
-
Þá er komið inn tímar frá því á laugardaginn, King of the Street.
http://drag.forritun.org/competition/competitors/10/8 (http://drag.forritun.org/competition/competitors/10/8)
-
Nokkur legendary run hérna...
Danni á 13.26 með 75hp NOS (http://drag.forritun.org/competition/match/2721/8)
Sammi tekur 9.85 á 230km/h (http://drag.forritun.org/competition/match/2764/8)
Gunnar Björn tekur 13.3 á 3 tonna trukk (http://drag.forritun.org/competition/match/2655/8)
-
Takk fyrir =D>
-
Þetta er algjör snilld hjá þér! \:D/
-
Jæja þá er komið inn æfing nr.2 og benz dagurinn.
Vantar keppandalista yfir MC daginn.
Er í rólegheitunum að smíða simulator, þannig maður geti fengið smá yfirsýn á runninu. Svo er smá plan að gera stats yfir hverja keppni fyrir sig, hversu mörg % keyrt í vinstri/hægri braut o.s.frv.
-
Jæja þá er 3. umferð komin inn :)
http://drag.forritun.org/competition/competitors/13/13 (http://drag.forritun.org/competition/competitors/13/13)
Næst á dagskrá væri gaman að smíða svona Grid system eins og hjá þeim í Formula Drift.
(http://i.imgur.com/gyInJ.png)
-
Frábært hjá þér félagi 8-)
-
Þetta er snilld :cool:
-
Jæja strákar, vegna snarra handtaka hjá Jón Bjarna eru tímarnir frá æfingunni komnir inn.
http://drag.forritun.org/competition/matches/14/1 (http://drag.forritun.org/competition/matches/14/1)
-
Það væri gaman að athuga hvort við getum látið tölvuna uppfæra þetta live eins og er verið að reyna fyrir norðan, Baldur var að skoða þennan möguleika fyrir
nokkrum árum en þá var eitthvað vandamál, BA er með nýrri Porta Tree hugbúnað en við reyndar.
-
Sælir
Ég kem að þessu fyrir norðan. Tek fram að við eigum reyndar eftir að sjá þessa nærri-því-rauntíma-virkni í raun :)
En þetta er svo sem ekkert stórmál, snúum paradox skránni úr Porta Tree sem geymir tímana yfir í csv skrá og ftp-um hana inn á vefsvæði, þar sem hún er lesin inn. Geri ráð fyrir að eldri útgáfur af Porta Tree sé að nota eins paradox gagnagrunnstöflur. Sjálfsagt að aðstoða ykkur við að prófa ef þið viljið.
Ég var aðallega að spá í að geta séð tímana á litlum skjá eins og í síma þannig að keppendur og áhorfendur geti skoðað. Sérstaklega fyrir norðan þar sem við höfum ekki tímaskilti.
Ef Birkir (sem virðist vera ungur og graður forritari, ekki gamall og lúinn eins og ég :) ) gæti útfært "mobile" útgáfu af vefnum þá væri um að gera að notast við hann. Við norðanmenn gætum Þá bara sent gögnin inn á þann vef.
(Ég var nefnilega líka búinn að sjá fyrir mér örlitla viðbót á vefinn hans Birkis; Prenta út A4 blað með upplýsingum um bílinn/hjólið. Ef menn yrðu duglegir að skrá þá kæmi það sér vel á bílasýningunum ;-)
Kv. Örvar
-
Sælir, ég veit nú ekki nákvæmlega hvernig þessar tíma vélar virka hjá ykkur, en einhvernvegin er hægt að koma upplýsingunum á Excel skjal (KK megin allavega, PDF BA megin)
Ég svo aftur tek inn upplýsingarnar úr Excel yfir í CSV sem svo kerfið flytur inn sjálfvirkt þegar búið er að fylla út þáttakenda töfluna.
Það myndi ekki taka mig svo langan tíma að koma upp jquery-mobile útliti á þetta og jafnvel fá lén á þetta til þess að einfaldara sé að slá þetta inn (t.d. milan.is og þá m.milan.is )
Kóðinn að kerfinu má svo finna á https://github.com/birkir/drag - einfalt mál að bæta við útprentun á A4 blaði þar sem þetta er hýst á linux þjóni og má notast við LaTeX til þess að græja PDF skjal til útprentunar.
Kerfið kemur með REST API sem má græja FTP upload á no time.
Það er áliðið, ég ætla að skoða þetta betur í vinnunni á morgun.
-
Einn fyrir Birkir 8-)
(http://carphotos.cardomain.com/story_images/1/2318/4041/5794520002_large.jpg)
-
Sælir peyjar,
Núna er ég búinn að vera forrita í vetur nýja útgáfu af kerfinu með ansi róttækum breytingum.
Það er orðið einfaldara að skoða sig í gegnum vefinn ásamt því að kerfið er orðið hraðvirkara og stabílla, viðmótið er einnig orðið stílhreinna og snyrtilegra.
Ég mun leggja meiri áherslu á tengingar á milli tíma og ökumanna, þeas. ef menn verða duglegir að skrá upplýsingar um ökutækið (þyngd og fleira), þá verður hægt að búa til flóknar formúlur (með hjálp góðra manna), t.d. bætingar á tímum, útreiknun á hestöflum og fleira.
Einnig er ég kominn með myndir inn í kerfið til að gera þetta aðeins meira spennandi, og verða þá myndir hengdar á ákveðinn atburð (keppni / æfingu), og í framhaldinu hægt að tagga myndirnar á ákveðinn ökumann/ökutæki. Hugsa um að ég muni gera mönnum kleift að hengja myndband á timeslip.
Ég er búinn að skoða allar athugasemdir sem ég hef fengið inn og mun gera þær breytingar á næstu grösum.
En endilega látið mig vita ef þið hafið athugasemdir eða feature request.
Þið getið skoðað það sem ég er kominn með:
http://drag-dev.forritun.org (http://drag-dev.forritun.org)
og svo ef þið viljið hoppa beint í að skoða round
http://drag-dev.forritun.org/competition/kvartmila/round/1 (http://drag-dev.forritun.org/competition/kvartmila/round/1)
-
Allt búið :cry:
-
Allt búið :cry:
x2 :?: