Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Nonni on May 17, 2011, 23:17:29

Title: Rafgeymasalan Hafnarfirði-ánægður viðskiptavinur :)
Post by: Nonni on May 17, 2011, 23:17:29
Ef mig vantar geymi í eitthvað þá hef ég skipt við Rafgeymasöluna og hef getað treyst því að þeir geymar væru í lagi.  Nú lenti ég í því að geymir sem ég keypti frá þeim fyrir rúmu ári síðan tæmdist það svakalega (hlýtur að vera vegna útleiðslu) að ekkert hleðslutæki réð við að lífga hann við (var meira að segja með hleðslutæki sem er gert til að lífga dauða geyma við). 

Ég hafði samband við Rafgeymasöluna og þeir báðu mig að koma með geyminn.  Hann mældist 6 V þannig að ekki leit það nú vel út.  Þeir báðu mig um að skilja hann eftir og koma daginn eftir sem ég gerði.  Þeir voru búnir að lífga greyið við og samkvæmt mælitækjum hjá þeim og mér þá er eins góður og nýr.  Þeir tóku svo ekkert fyrir þetta. 

Ég get því ekki annað en verið áfram hæstánægður með þeirra vöru og þjónustu og mun halda áfram að skipta við þá svo og vísa öllum á þá sem vantar geymi  =D>
Title: Re: Rafgeymasalan Hafnarfirði-ánægður viðskiptavinur :)
Post by: 1965 Chevy II on May 17, 2011, 23:31:26
Þeir eru flottir, við fáum líka max afslátt gegn framvísun félagskírteinis.

Þeir eru með flotta þurrgeyma líka, sama og OPTIMA rafgeymar.
Title: Re: Rafgeymasalan Hafnarfirði-ánægður viðskiptavinur :)
Post by: Kiddi on May 18, 2011, 20:39:47
Jamm, tek undir þetta... Gott viðmót sem mætir manni á þessum stað :!:
Title: Re: Rafgeymasalan Hafnarfirði-ánægður viðskiptavinur :)
Post by: Slökkvitæki ehf on May 19, 2011, 19:03:21
Sammála góð, þjónusta og gott verð svo er líka svo vinalegt að versla við svona minni fyrirtæki þar sem maður fær persónulega þjónustu  =D>
Title: Re: Rafgeymasalan Hafnarfirði-ánægður viðskiptavinur :)
Post by: íbbiM on May 21, 2011, 13:58:26
gott að vita af þessu. er með geymir úr N1 sem hefur aldrei virkað almennilega
Title: Re: Rafgeymasalan Hafnarfirði-ánægður viðskiptavinur :)
Post by: Nonni on May 21, 2011, 17:01:12
Veit að Rafgeymasalan passar vel uppá að geymar sem þar fara út séu í toppstandi, kæmi mér ekki á óvart að geymar sem séu keyptir hjá N1 eða á bensínstöðvum fái ekki eins gott atlæti (án þess að ég viti neitt um það).
Title: Re: Rafgeymasalan Hafnarfirði-ánægður viðskiptavinur :)
Post by: ellibenz on May 24, 2011, 00:27:26
Ég versla aldrei við neinn annan en þennan höfðingja í Rafgeymasöluni, hann er snillingur og hrikalega almennilegur og þjónustulundin alveg í toppi, sanngjarn og maður veit að maður er að fá gott fyrir peninginn.   
KV. Elli