Markaðurinn (Ekki fyrir fyrirtæki) => Ýmislegt Til Sölu/Óskast => Topic started by: Glanni on May 15, 2011, 15:07:42

Title: Sumarbústaður/skipti
Post by: Glanni on May 15, 2011, 15:07:42
Ertu leið/ur á ys og þys og viltu slappa af fjarri öllu áreiti í alveg yndislega friðsælu umhverfi, þá er þetta málið. Einfaldleikinn er bestur.
Til sölu lítill og sætur sumarbústaður í Svínadal beint á móti Vatnaskógi , 45 mín frá Rkv.
20 m2 bjálkahús með u.þ.b. 65 m2 palli í kring.  Bústaðurinn stendur á 0,55 hektara  kjarrivöxnu leigulandi  rétt fyrir ofan Eyrarvatn, 5-10 mínútna  gangur að vatninu þar sem hægt er að veiða silung og einstaka lax. hægt er að bæta við húsi eða stækka þetta ef vill á lóðina. búið er að planta nokkrum trjám í kring aukalega. skemmtilegar gönguleiðir. Einnig má vera með bát á vatninu og getur bátur með utanborðsmótor fylgt með  ef umsemst . Húsið er tex og panilklætt að innan.
Inni í bústaðnum er lítil elhúsinnrétting með gas eldvél og gasísskáp, 10 lítra gashitari er fyrir neysluvatn.  Wc snyrting, og svo er svefnsófi sem breytist í sófa á daginn (stofu) eldhúskrókur.  stúdíoíbúðarfyrirkomulag. það fylgir allt með  td. grill útiborð og stólar o.þ.h.  bara mæta og byrja að njóta.
Fárra  mínútna akstur í sundlaug og fínan gólfvöll.
Rafmagn og hitaveita er á lóðarmörkum.
Allt svo einfalt og ódýrt í rekstri.
Verð  aðeins, 3,9 mill.
Get tekið eitthvað uppí , td bíl, ferðavagn ef það hentar, Skoða öll tilboð.  Ekki vera feiminn að bjóða, í versta falli er svarið nei 
Upplýsingar gefur Halldór Sveinsson. S. 696-7503
Title: Re: Sumarbústaður/skipti
Post by: Glanni on May 15, 2011, 15:12:35
mynd